fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

„Ég tók upp þessa bók sem einhver hafði lánað mér og það breytti lífi mínu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 20:32

Nína Richter. Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan, söngkonan, poppmenningarspekúlantinn og laganeminn Nína Richter er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

video
play-sharp-fill

Hlustaðu á Spotify, Apple Podcasts eða hlaðvarpsveitu Google.

Nína kynntist manninum sínum þegar þau voru bæði í sagnfræði við Háskóla Íslands. Þau fögnuðu nýverið ellefu ára sambandsafmæli og hafa gengið í gegnum ýmislegt. Fyrsta árið var erfitt og lærði Nína hvernig það er að vera meðvirkur aðstandandi.

„Ég komst að því, þegar við vorum búin að vera að deita í nokkrar vikur, að hann er mjög veikur alkóhólisti,“ segir hún.

„Það var mikill feluleikur í gangi og ég einhvern veginn brjálæðislega útsett fyrir að verða Íslandsmeistari í meðvirkni og ég tók það alla leið. Mjög hratt fór ég að lifa lífi mínu í gegnum linsu sjúkdómsins hans. Ef hann átti góðan dag þá átti ég góðan dag, ef honum gekk illa þá litaði það daginn minn og allt sem ég gerði þann dag. Þetta gerðist svo hratt, þetta er eins og að vera undir álögum að vera í sambandi með veikum alkóhólista, ef maður passar sig ekki og ég gerði það ekki. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera,“ segir Nína.

„Ég man eftir því á einhverjum tímapunkti kom geðhjúkrunarfræðingur og spurði mig að einfaldri spurningu: „Hver er uppáhalds maturinn þinn?“ Ég vissi það ekki. Ég vissi ekkert hver ég var lengur. Þegar lífið snýst um það að triggera ekki einhvern sjúkdóm í annarri manneskju, það er ekkert líf. Maður verður einhver hliðarafurð í einhverju leikriti sem maður ætlaði aldrei að horfa á.“

Mynd/DV

Fengu góða aðstoð

Nína segir að hún hafi lært mikið á að vinna sig út úr þessu, sem tókst með aðstoð fagaðila.

„Við fengum frábæra aðstoð frá Fjölskylduhúsi og ég leitaði mér aðstoðar á geðdeild. Ég bara gafst upp að vera svona brjálæðislega meðvirk og það bjargaði geðheilsunni minni alveg. Á þessum tíma las ég bókina „Facing Codependence“ eftir Piu Mellody,“ segir Nína.

Rúmlega áratugur er síðan þetta átti sér stað og bað Nína sjálf um að vera lögð inn. „Ég bað um að láta leggja mig inn á geðdeild þegar ég var í mesta meðvirknismyrkrinu og hann í tómu tjóni og var ekki búið að nást í hann í viku eða eitthvað. Ég var inni á geðdeild, tók upp þessa bók sem einhver hafði lánað mér og það breytti lífi mínu.“

Nína segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Nínu Richter á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram
Hide picture