fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Rak tána í og endaði á spítala með lífshættulega blóðeitrun – „Mér leið eins og ég væri að deyja“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 17. febrúar 2024 10:29

Nína Richter. Mynd/Instagram @ninarichteryeah

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan, söngkonan, poppmenningarspekúlantinn og laganeminn Nína Richter er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Hér að neðan má horfa á brot úr þættinum.

video
play-sharp-fill

Hlustaðu á Spotify, Apple Podcasts eða hlaðvarpsveitu Google.

Nína var komin í draumastarfið hjá RÚV þegar líkaminn fór að gefa sig. „Ég var komin í örugglega kringum svona 220 prósent starfshlutfall þegar ég fann að líkaminn var farinn að biðja mig um að hægja á mér. Ég var komin með hjartsláttatruflanir og þurfti stundum að stoppa og setjast niður,“ segir hún.

Fyrir þetta hafði Nína alla tíð verið heilsuhraust. „Allt í einu var ég orðin mjög veik í bakinu, svo fór ég að fá skrýtnar sýkingar og varð veik í nýrunum og lagðist inn á spítala í tvær vikur. Alls konar rugl að koma fyrir mig. Kenningin hjá læknunum var að ég væri á leiðinni í kulnun og að ég þyrfti að minnka við mig og vinna minna.“

Á þessum tíma var ekki mikil umræða um kulnun og ráð læknanna var bara ekki í boði í huga Nínu, að minnka við sig vinnu.

„Mér fannst ég vera svo heppin, með brotna sjálfsmynd og komin í flott starf sem mér fannst á þessum tíma vera málið, ég þorði ekki að segja nei.“

Nína Richter. Mynd/DV

Þurfti að hætta að vinna

„Um 2019 var ég komin á endastöð og var lögð aftur inn. Ég þurfti að taka veikindaleyfi í nokkra mánuði,“ segir hún.

Læknar Nínu ráðlögðu henni aftur að minnka við sig vinnuna en hún segir yfirmenn hennar á RÚV hafa aðeins boðið henni tvo valkosti; að vinna í fullu starfi eða hætta.

Fyrir Nínu var þetta ekkert val, þar sem hið fyrra gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu hennar, hún hafi því ákveðið að segja upp draumastarfinu.

Nína sótti um í endurhæfingu, en í sömu viku og umsóknin fór í gegn dró hún bara tilbaka og skráði sig í ljósmyndanám hjá Ljósmyndaskólanum. „Ég var í einhverju kulnunarástandi, að gera þetta á hnefanum og það gekk svo rosavel þar til í janúar, á seinni önninni, fékk ég þessa fáránlegu sýkingu.“

Mynd/DV

„Mér leið eins og ég væri að deyja“

Nína og maðurinn hennar voru með partý heima hjá sér og í miðju samtali við partýgest þurfti hún að afsaka sig, fór inn í svefnherbergi og datt í rúmið. Hún fann strax að ástandið væri alvarlegt og var hún flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús.

„Ég fann bara að mér leið eins og ég væri að deyja […] ég fór í lost. Ég var komin með blóðeitrun og í algjöru rugli. Þegar maður er undir svona geðveiku álagi þá þarf bara jafnvel litla sýkingu til að keyra mann í kaf. Þá hafði ég rekið tána í, fengið lítið sár og þar hafði baktería komist inn og farið upp í pokann í hnénu og hreiðrað um sig. Og ég hafði verið svo veik í bakinu þannig ég var alltaf að taka verkjatöflur og fann því ekki fyrir þessu. Þetta var búið að grassera þarna í fleiri vikur og svo allt í einu var ég komin með geðveika sýkingu.“

Nína var send beint í aðgerð en ferlið var langt og strangt.

„Svo loksins gekk þetta til baka. Ég man þegar það var verið að útskrifa mig, þá kom læknirinn og sagði: „Já, við þurftum ekkert að fjarlægja neitt af fætinum.““

Sú athugasemd sló Nínu út af laginu en hún hafði ekki hugmynd um að það hafi verið möguleiki um tíma, en þegar sýkingin var sem verst var hún út úr heiminum og mundi ekki eftir heimsóknum vina og vandamanna.

Nína komst á forsetalista lagadeildar eftir síðustu önn. Aðsend mynd/IG @ninarichteryeah

Óttaðist að sjá börnin sín ekki aftur

Þegar ástand Nínu var sem verst var hún hrædd. Um tíma virkuðu lyfin ekki og sá hún allt í einu fyrir sér möguleikann á að hún færi ekki heim og myndi ekki sjá börnin sín aftur.

Hún tengir ofmetnaðinn við brotna sjálfsmynd, en frá því að hún var barn fékk hún að heyra að hún væri ekki eins og hún ætti að vera. Hún fæddist með skarð í vör og var lögð í mikið einelti. Henni fannst hún þurfa að vera afburða á öðrum sviðum og sífellt að sanna sig.

„Kjarninn í þessu er léleg sjálfsmynd. Þegar þú sérð fólk sem er að vinna sig í gröfina, bókstaflega. Þá er þarna að baki eitthvað sem snýst um það að viðkomandi trúir því ekki að hann sé þess verðugur að fá breik.“

Nínu tókst að komast úr þessu ástandi og finna betra jafnvægi í lífinu. Hún hóf nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík síðasta haust og lenti á forsetalista lagadeildar eftir fyrstu önnina. Þeir nemendur sem ná bestum árangri á hverri önn komast á listann og fá skólagjöld niðurfelld.

Nína segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus, þú getur horft á þáttinn í heild sinni hér eða hlustað á Spotify.

Fylgstu með Nínu Richter á Instagram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu

Tjáir sig um neikvæðar athugasemdir um farðalausa Pamelu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori gekk skrefinu lengra og er hætt að hylja geirvörturnar

Bianca Censori gekk skrefinu lengra og er hætt að hylja geirvörturnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum

Forsetafjölskyldurnar hittust á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli

Fagna eins árs Íslandsbrúðkaupsafmæli
Hide picture