fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fókus

Sáttaumleitanir hafnar innan bresku konungsfjölskyldunnar

Fókus
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan hertogaynja af Sussex er sögð hafa haft samband við svilkonu sína Katrínu prinsessu af Wales. Unnið mun vera að sáttum milli þeirra og milli Meghan og Harry hertoga af Sussex, eiginmanns hennar og annarra meðlima konungsfjölskyldunnar. Heimsókn Harry til Karls Bretakonungs föður síns, eftir að sá síðarnefndi greindist með krabbamein, mun hafa ýtt þessum sáttaumleitunum af stað.

Mirror greinir frá þessu.

Þar er rifjað upp að samband Harry og Meghan við konungsfjölskylduna hefur verið slæmt undanfarin ár. Þau hafa látið fjölskylduna heyra það í heimildarþáttum sínum á Netflix og endurminningum Harry. Meghan mun sjálf vera með bók í undirbúningi um upplifun sína af því að vera hluti af konungsfjölskyldunni.

Sambandið milli Meghan og Katrínar hefur nánast alla tíð verið slæmt. Deilt er um hvor þeirra grætti hina fyrir brúðkaup Meghan og Harry en þau hjónin fullyrða að Meghan hafi farið að gráta eftir að Katrín hafi sagt fjórum dögum fyrir brúðkaupið að byrja yrði á kjólum brúðarmeyjanna upp á nýtt.

Meghan er þó sögð loks vera tilbúinn að fyrirgefa þetta. Hún hefur haft samband við bæði Katrínu og Karl konung, tengdaföður sinn.

Heimildarmenn segja að Meghan sé öll af vilja gerð til að sættast ekki síst til að styðja eiginmann sinn. Hún er sögð ekki bera neinn kala til konungsfjölskyldunnar. Katrín er einnig sögð opin fyrir sáttum en mun ekki ætla sér að reyna að koma á sáttum milli eiginmans síns, Vilhjálm prins, og Harry bróður hans.

Heimildarmenn tjá Mirror að það sé að skapast samstaða innan fjölskyldunnar um að lífið sé allt of stutt fyrir karp og deilur. Meghan hafi stutt Harry heilshugar í því að fara til Bretlands og hitta föður sinn eftir að hann var greindur með krabbamein. Þannig hafi Harry getað sagt föður sínum millilauðalaust hvað honum þyki vænt um hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu

Íslenska húsið í vinsælustu jólamynd Hallmark í ár er til sölu