fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Kúla á maga Lindu reyndist æxli – „Það eru allar líkur á að þetta sé góðkynja, trúðu því“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 21:00

Linda Ben Mynd: Stefán Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matargyðjan og fagurkerinn Linda Ben er menntaður lífefnafræðingur frá Háskóla Íslands og heldur úti heimasíðunni lindaben.is, þar sem hún deilir hollum og góðum uppskriftum þar og á samfélagsmiðlum. Linda og eiginmaður hennar, Ragnar Einarsson, eiga tvö börn, níu ára son og fjögurra ára dóttur. Hjónin giftu sig í september 2022 í Tuscany á Ítalíu og stuttu eftir brúðkaupið greindist Linda með æxli.

„Fyrir brúðkaupið hafði ég tekið eftir því að þegar ég var að æfa og gera brú þá tók ég eftir að það stóð alltaf lítil kúla út úr maganum á mér. Það var brjálað að gera og ég að fara að gifta mig og hafði ekki mikinn tíma til að spá í þessu. Þegar ég kom heim eftir brúðkaupið átti ég tíma hjá kvensjúkdómalækni og þá kom í ljós að ég var með svolítið stórt æxli á eggjastokknum,“

segir Linda í viðtali við Helga Ómarssonar í hlaðvarpi hans, Helgaspjallinu.

„Það fyrsta sem ég heyri er: „Það eru allar líkur á að þetta sé góðkynja, trúðu því.“ En það sem var óeðlilegt í mínu dæmi var hvað þetta óx hratt, vanalega tekur þetta nokkur ár, en í mínu tilviki var það fimm mánuðir. Þannig að ég var alveg vel hrædd. Ég held ég hafi bara fengið ágætis kvíðakast. Ég þurfti alveg að taka mér pásu frá öllu og hlúa aðeins að sjálfri mér.“

Þetta var í nóvember í fyrra og var meinið fjarlægt og allt gekk vel að sögn Lindu. „Það er mjög mikilvægt að passa upp á heilsuna og ég geri það og er dugleg að tékka á öllu,“ segir Linda sem segist fara til kvensjúkdómalæknis tvisvar á ári.

„Þarna tók ég ákvörðun um að þetta myndi leiða eitthvað gott af sér og það hjálpaði mér. Ég hugsaði að ég ætlaði að láta þetta leiða eitthvað gott af sér. Ég er mjög metnaðarfull og ég á svolítið til að rífa mig niður ef ég stend mig ekki nógu vel og þarna tók ég ákvörðun um að hætta því, vera næs við sjálfa mig og hugsa fallega til mín.“

Byrjaði að baka og deila á Instagram í fæðingarorlofi

Linda nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, en hún segist aðspurð hafa verið á Instagram nær síðan það byrjaði. Hún segir að henni hafi ekki liðið vel í háskólanáminu, með mikinn prófkvíða og eftir námið hafi hún ákveðið að gera það sem henni fannst skemmtilegt. Kærustuparið hafði keypt sér hús og í fæðingarorlofinu með soninn fór Linda að baka heima, taka myndir af afrakstrinum og birta á Instagram. „Mér fannst það gaman að setja það á krúttlega Instagram-reikninginn minn sem enginn var að fylgja, en svo fór fólk að taka eftir þeim og boltinn byrjaði að rúlla.“

Árið 2025 opnaði Linda síðan vefsíðuna lindaben.is.

Linda ræðir einnig ferilinn í módelbransanum, en hún byrjaði hann 13-14 ára og rifjar upp að fyrsta verkefnið hafi verið tískusýning í Kringlunni. Linda starfaði við módelstörf erlendis, tók þátt í módelkeppni í Kína og vann við fyrirsætustörf á Indlandi.

„Ég fékk rosa menningarsjokk úti og þegar ég kom heim aftur var ég mjög tilbúin til að fara í skóla. Ég fór á náttúrufræðibraut í Borgarholtsskóla og valdi lífefnafræði. Það var alltaf draumurinn að gera mínar eigin snyrtivörur, en það fór smá svona til hliðar.“

Linda ræðir einnig jákvæðar lífsvenjur og eigin matarvenjur, fjölskyldulífið, hvað drífur hana áfram og ástríðuna í lífinu. Í dag komu kökumix Lindu í sölu í Krónunni, súkkulaðikaka og vanillukaka.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2