fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Heiðrún var í ræktinni þegar hún fékk „lúkkið“ frá annarri konu – „Stór ástæða fyrir því að margir fara aldrei í ræktina“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 09:45

Heiðrún Finnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og áhrifavaldurinn Heiðrún Finnsdóttir minnir fólk á að vera kurteist í ræktinni þar sem margir sem þangað mæta séu á viðkvæmum stað og oft þarf ekki nema eitt „lúkk“ til að auka kvíða hjá öðrum sem gerir það að verkum að fólk hætti að mæta. Heiðrún þekkir það vel af eigin raun, fyrir mörgum árum þegar hún byrjaði sína heilsuvegferð hætti hún að mæta vegna ræktarkvíða. Það stuðaði hana því verulega þegar hún fékk „lúkkið“ frá öðrum aðila í ræktinni á mánudaginn.

„Ég er með ofnæmi fyrir tíkarstælum, augngotum, bendingum og hlátri. Ég var að taka brennslu á stigavélinni [á mánudaginn] og inn kom svaka skvís sem gerði ekki annað en að gefa mér lúkkið. Það vita allar konur hvaða lúkk ég er að tala um. Lúkkið fer ekki á milli mála,“ segir Heiðrún.

Fyrir þau sem vita ekki hvað „lúkkið“ er, þá er það að vera litin hornauga, að einhver horfi á þig og er augljóslega að dæma þig, finnst lítið til þín koma.

Heiðrún segir flestar konur þekkja „lúkkið.“ Skjáskot/Instagram

„Það eru til nokkrar útgáfur af fokking lúkkinu. Óþolandi fyrirbæri og fáránlega stór ástæða fyrir því að margir fara aldrei í ræktina,“ segir hún.

„Í ræktinni eigum við ekki að dæma neinn. Þetta er staðurinn sem við komum á til að vinna í okkur sjálfum. Það eru allir velkomnir, stórir sem smáir, feitir og mjóir. Og við klæðum okkur eins og okkur finnst þægilegast. Það kemur engum við hvort við séum í þröngum eða víðum fötum.

Svona í alvöru. Það er 2024 og svona stælar eru ekki í boði. Djöfull ætla ég rétt að vona að viðkomandi taki ekki þetta bull á einhvern sem tekur þetta nærri sér og þorir ekki að mæta aftur vegna stæla og tíkarskaps. Gerum betur og pössum að koma vel fram við alla.“

Heiðrún Finnsdóttir/Instagram @heidrunfinnsdottir

Engin stöð betri en önnur

Heiðrún vakti fyrst athygli á málinu á Instagram og leyndu viðbrögðin sér ekki. Hún fékk aragrúa af skilaboðum frá öðrum konum sem lýstu því sama, þær hafa fengið umrætt „lúkk“ áður.

„Það virðist engin ein stöð vera verri en aðrar. Það voru allar líkamsræktarstöðvar sem ég veit um, og meira segja aðrar sem ég vissi ekki að væru til, nefndar. Þetta lítur út fyrir að vera rosalega algengt,“ segir hún.

Heiðrún segir að margar konur hafi þakkað henni fyrir að tala um þetta og vekja athygli á málinu. Ein sendi: „Vá, takk fyrir að tala um þetta. Ég hélt að þetta væri bara ég.“

„Ég held að þetta sé eitthvað sem við þurfum að laga. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þetta er að gerast því þetta er að stoppa svo marga sem eru á viðkvæmum stað í að mæta og bæta sig. Fyrsta reglan í því að breyta um líferni, koma sér í ræktina og lifa heilsusamlega, er hreinlega að manni líði vel á staðnum þar sem maður mætir. Að það sé gaman, að hlakka til að mæta, því þá kemur maður alltaf aftur og aftur.

Ef það er kvíði, ef við vitum að það er einhver þarna sem lætur okkur upplifa óöryggi og horfir á okkur með einhverjum svip, er að fara að pískra, benda, þá [eru miklar líkur að við hættum að mæta].“

Heiðrún bætir við að hún sé ekki að meina að fólk þurfi að bjóða alla velkomna skælbrosandi. „Verum bara í okkar eigin heimi, ekkert vera að pæla hvað næsti maður er að gera.“

Heiðrún Finnsdóttir. Mynd/DV

„Kill them with kindness“

„Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að fólk taki þennan pól á okkur er að brosa. Brostu, kill them with kindness, það er það eina sem virkar. Haltu áfram að mæta, þú ert að mæta fyrir þig. Kvíðinn fer á endanum, trúðu mér,“ segir Heiðrún og rifjar upp þegar hún byrjaði að mæta í ræktina.

„Ég man alveg hvernig mér leið, mér leið illa. Ég man að ég meira að segja hætti í Sporthúsinu því mér fannst allir vera að pískra sín á milli og benda á mig, en það var ekki raunin. Ég fattaði það ekki fyrr en ég varð þjálfari sjálf [..] það er enginn þarna sem skiptir máli að dæma þig. Þeir sem láta svona eru yfirleitt hrokagikkir sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera í ræktinni.“

Heiðrún ræddi þetta nánar í Story á Instagram.

Sjá einnig: Náði botninum á sundæfingu með eldri borgurum – „Upplifði mikla niðurlægingu að vera þarna“

Heiðrún var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í október í fyrra. Hún ætlaði ekki alltaf að verða þjálfari, allavega ekki fyrstu þrjá áratugi lífs hennar. Í þættinum lýsti hún sér sem sófakartöflu með vefjagigt sem reykti en allt breyttist þegar hún var send á sundæfingu með eldri borgurum á Grensás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn