Lífsviljinn var að hverfa en innst inni vissi hún að hana langaði að lifa. Rakel hefur alla tíð verið með mikið keppnisskap sem hefur meðal annars skilað henni góðum árangri í handbolta og ólympískum lyftingum. Þarna fann hún keppnisskapið taka yfir, nú var keppnin að lifa og hún var ákveðin að sigra.
Rakel lauk endurhæfingu fyrir stuttu og lítur björtum augum fram á veginn. Horfðu á þáttinn með Rakel í heild sinni hér.
Einnig er hægt að hlusta á Apple Podcasts og hlaðvarpsþjónustu Google.
Lífið virtist leika við Rakel, að minnsta kosti út á við en bak við luktar dyr þegar enginn sá, tók hún niður grímuna. Hún var að berjast við mikið þunglyndi og kvíða og sá um tíma enga leið út.
„Það endaði með því að ég fór á bráðamótttöku geðdeildar. Til að gera langa sögu stutta þá var ég búin að vera á of stórum skammti af ADHD lyfjum sem gerðu það að verkum að ég var bara víruð á því. Svaf ekki neitt,“ segir hún.
„Ég fór upp á bráðamótttöku geðdeildar út af einhverjum læknamistökum. En ég horfi á það núna [sem gjöf]. Því ég hefði mögulega ekki farið í þessa endurhæfingu og allt þetta ef ég hefði ekki lent á þessum svakalega vegg. Og loksins var mér tekið alvarlega,“ segir Rakel.
„Ég vona svo innilega að þessi aðili læri af þessu og að þetta komi ekki fyrir einhvern annan.“
Rakel heldur að umræddur læknir viti af málinu en hún tók ákvörðun um að tilkynna atvikið ekki þar sem henni hafði bæði verið sagt að þetta yrði erfitt mál og var hún nýbyrjuð í endurhæfingu á þessum tíma og þurfti að fókusa á sig og sinn bata.
„Ég held ég hefði ekki haft orku í það, að taka þennan slag,“ segir hún.
Rakel ræðir málið nánar og hvernig hún hugsar um andlega heilsu í dag í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á hann á Spotify, Apple Podcasts og öllum helstu hlaðvarpsveitum.