fbpx
Fimmtudagur 16.janúar 2025
Fókus

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

Fókus
Laugardaginn 7. desember 2024 14:30

Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri færslu á Facebook-síðunni Karlmennskan sem Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur heldur úti er fullyrt að verslunin Barnaloppan í Reykjavík sé skýrt tákn um allt sem sé að í verkaskiptingu milli karla og kvenna á Íslandi. Feðurnir séu fjarverandi á meðan mæðurnar vinni alla vinnuna.

Vitnað er í færslunni í hlaðvarpið Sópað undan teppinu sem Þorsteinn heldur úti í samvinnu við konu sína Huldu Tölgyes sálfræðing:

„Það er meira að segja mynd á veggnum í Barnaloppunni sem lýsir þessu. Kona sem sem heldur á barni og horfir í augun á því en pabbinn situr með lappir uppá borði að horfa á kaffibollann sinn.“

Greiða þarf fyrir aðgang að hlaðvarpinu.

Barnaloppan er verslun þar sem fólk getur bæði keypt og selt notaðar barnavörur til dæmis föt og leikvang. Hægt er að leigja bás í versluninni til að selja vörur sínar en á heimasíðu verslunarinnar segir að í boði sé að starfsfólk hennar sjái um sölubása fyrir fólk en viðskiptavinir geti einnig séð um rekstur bássins sjálfir.

Það sem sé að

Eftir tilvitnunina í hlaðvarpið skrifar Þorsteinn um Barnaloppuna í færslunni:

„Barnaloppan, með öllu sem henni tilheyrir, endurspeglar kynjakerfið á svo margan hátt. Konur versla og selja á samfélagslega ábyrgan og skynsaman hátt fyrir börnin sín og heiminn í heild. Dæmigert hvernig konur eru gerðar ábyrgar og taka til sín ábyrgð. Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi. Kannski skiljanlega þar sem umsjón með sölubás felur í sér verulega aðra og þriðju vaktar vinnu. Vinnu sem krefst yfirsýnar, fjölbeitingar og langtíma skuldbindingar – áður en vinnan skilar tekjum.“

Með færslunni fylgir ekki rökstuðningur fyrir því að rekstur sölubása í Barnaloppunni sé nær alfarið á hendi kvenna en vísað í áðurnefnt hlaðvarp Sópað undan teppinu sem eins og áður segir er læst fyrir aðra en áskrifendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“

Jakob Reynir skilur vel að fjölskyldan hafi lokað á hann tímabundið – „Ég var búinn að ræna fyrirtæki hans pabba“
Fókus
Í gær

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram

Þetta voru vinsælustu kynlífstækin árið 2024 – Leitin að G-blettinum heldur áfram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“

Þorsteinn um reiða manninn í ræktinni: „Þá bara öskrar hann, við erum að tala um í anddyrinu í World Class Laugum klukkan þrjú“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“

Vikan á Instagram – „Guð blessi Breiðholtið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kona segist hafa séð geimskip fyrir utan Mosfellsbæ – Svona leit það út

Kona segist hafa séð geimskip fyrir utan Mosfellsbæ – Svona leit það út
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti

Vinurinn tárast yfir bakstursþætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?

20 bestu streymisveiturnar – Ert þú með réttu áskriftirnar?