fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Allir að missa sig yfir „nýju og unglegu andliti“ Donatellu Versace

Fókus
Föstudaginn 6. desember 2024 10:16

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fatahönnuðurinn Donatella Versace, 69 ára, kom aðdáendum verulega á óvart þegar hún birti nýjar myndir af sér á Instagram og er óhætt að segja að hún sé nær óþekkjanleg.

Myndirnar hafa farið eins og eldur í sinu um netheima og vilja netverjar ólmir vita hvað hún lét gera við andlitið á sér.

Mynd/Instagram
Mynd/Instagram

Það eru ýmsar kenningar á sveimi um breytt útlit hennar, eins og hún hafi lagst undir hnífinn hjá mjög færum lýtalækni. Jafnvel sami lýtalæknir og leikkonan Lindsay Lohan og söngkonan Christina Aguilera eiga unglegu útliti sínu að þakka.

Það var sérstaklega ein mynd á Instagram-síðu hennar sem vakti mikla athygli, en það er ótrúlegur munur á tískugyðjunni.

Mynd/Instagram

En margir hafa bent á að myndinni hafi greinilega verið breytt og svona lítur hún ekki út í raun og vera.

Hér að neðan má sjá mynd frá Getty Images sem sýnir hana í réttu ljósi. Samt sem áður hefur orðið mikil breyting á henni.

Mynd/Getty Images
Donatella Versace, 69, stuns with new youthful appearance | Fox News
Þá og nú.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva flettir ofan af slæmum sið Benedikts – „Vó“

Sunneva flettir ofan af slæmum sið Benedikts – „Vó“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg