fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fókus

Seldist upp á In Flames á aðeins tveimur dögum

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. desember 2024 10:09

Íslendingar tóku vel við sér þegar tónleikar In Flames voru auglýstir. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðar á tónleika sænsku þungarokkshljómsveitarinnar In Flames eru uppseldir. Miðasala hófst á mánudagsmorgun.

Óhætt er að segja að miðar á tónleika In Flames hafi selst eins og heitar lummur. Tilkynnt var um tónleikana í síðustu viku og miðasala hófst klukkan 10 á mánudagsmorgun. Í lok dags í gær voru miðarnir uppseldir.

Tónleikur ehf, sem stendur að tónleikunum sem fram fara í Silfurbergi í Hörpu þann 24. júní næstkomandi, greindi frá því á sunnudag að 1150 miðar væru í boði. Ekki væri hægt að bæta við aukatónleikum.

Sjá einnig:

In Flames til Íslands í sumar

In Flames, sem hafa verið leiðandi í svokölluðu Gautaborgarrokki eða melódísku dauðarokki, hafa gefið út 14 hljóðversplötur á um 30 ára ferli og eru í dag með rúmlega 2 milljónir mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify.

Þetta eru aðrir þungarokkstónleikar sem haldnir eru í Silfurbergi sem seljast upp á skömmum tíma. En í sumar seldust upp tónleikar bandarísku sveitarinnar Manowar sem fram fara þann 1. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Í gær

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Í gær

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye