fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Hart tekist á um heimanám á Íslandi – „Manni finnst að það sé verið að fjöldaframleiða agalausar væluskjóður í mörgum skólum í dag“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2024 08:58

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimanám grunnskólabarna er mikið hitamál og virðast Íslendingar skiptast í fylkingar um hvort það ætti að leggja það af eða ekki. Það mátti sjá hversu umdeilt þetta málefni er í athugasemdakerfi við frétt DV á Facebook.

Fréttin var um bandaríska móður sem birti átakanlega mynd af syni sínum sem kom heim úr skólanum með fjórar blaðsíður af heimanámi. Hann vann tárvotur verkefnin við eldhúsborðið og langaði bara að fara að leika eftir langan skóladag.

Mynd/Facebook

Sjá einnig: Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Málið vakti mikla athygli og hafa yfir 130 manns skrifað ummæli við færsluna þegar fréttin er skrifuð.

„Hvaða rugl er þetta?“

Það er ljóst að fólk er ósammála. Sumum finnst heimanám ætti að vera lagt niður, eða minnkað verulega, á meðan öðrum þykir þessi umræða vera „enn einn hlekkurinn í aumingjavæðingunni.“

„Hvaða rugl er þetta? Alls staðar í heiminum er þetta svona. Nema bara miklu meiri agi og miklu meiri kröfur gerðar á börnin en hér á landi. Foreldrar sem vilja ekki að börnin læri heima gera auðvitað bara það sem þeim sýnist. Þetta er fyrir börnin, ekki foreldrana. Ef foreldri heldur að þetta sé slæmt fyrir barnið þá er eitthvað stórkostleg að siðferði foreldrisins,“ segir einn.

„Ekki þurfum við fullorðna fólkið að taka vinnuna með okkur heim og börnin ættu ekki að þurfa þess heldur,“ sagði ein og fékk svarið:

„Það fer nú alveg eftir því í hvaða vinnu fólk er. Kennarar til dæmis vinna mikið heima enda dugir vinnutími þeirra í skólanum ekki til að sinna öllum þeirra störfum í einstaklingsmiðuðum skólum.“

Mynd/Getty Images

Drengurinn kunni ekki að læra

Það komu fleiri heimanámi til varnar og bentu á mikilvægi þess. Ein móðir sagði það undirbúa börnin fyrir framhaldsnám, en hennar drengur fór alveg óundirbúinn í menntaskóla.

„Sonur minn var í bekk þar sem var lítið sem ekkert heimanám í grunnskóla. Þetta kom honum rosalega í koll þegar hann kom í framhaldsskóla því þá kom í ljós að þrátt fyrir háar einkunnir þá kunni drengurinn ekki að læra. Hann kunni ekki að glósa, sem er ein undirstaðan í heimanámi. Mér finnst skólinn hans hafa brugðist honum með því að undirbúa hann ekki undir framhaldsskóla, vitandi það að framhaldsskólar krefjast heimanáms,“ sagði hún.

Önnur kona sagði að það sé mikilvægt að börn séu vel upplögð, en að það sé oft erfitt fyrir börn sem eru í stífri dagskrá eftir skóla, eins og í íþróttum eða öðrum tómstundum.

„Heimanám er mikilvægt svo foreldrar geti fylgt börnunum eftir í námi líka. Lestur lágmark 15 mínútur á dag og ekkert að því að fá stutt verkefni sem þau fá viku til að leysa. Þá er hægt að velja tíma þegar barnið er upplagt. Hins vegar er sorglegt hvað mörg börn þurfa að vera alla daga í mikilli dagskrá eftir skóla. Mörg að koma heim jafnvel um fimm. Þá skiljanlega er lítil einbeiting eftir fyrir heimanám“

Mynd/Getty Images

„Aumingjavæðing“

Umræðan virtist fara í taugarnar á nokkrum, einn sagði marga skóla á Íslandi vera að „fjöldaframleiða agalausar væluskjóður“ og annar sagði þetta vera „enn einn hlekkurinn í aumingjavæðingunni.“

„Banna heimanám? Í alvörunni? Þetta er enn einn hlekkurinn í aumingjavæðingunni. Heimanám er bara mjög mikilvægur partur af skólagöngu og því að fá að vera partur af námi barna sinna. Það er ekki eins og börn setjist á skólabekk í dag og séu pískuð áfram til að LÆRA eingöngu allan daginn,“ sagði einn.

„Vitleysa er þetta, ég lærði alltaf helling heima og varð ekki meint af. Ég notaði samt oft dauða tíma í skólanum til að létta á heimanáminu.. og gat stundum klárað. Manni finnst að það sé verið að fjöldaframleiða agalausar væluskjóður í mörgum skólum í dag enda námsárangurinn alveg hruninn á Íslandi… og kennararnir vilja bara meira kaup.“

Einn svaraði athugasemdinni hér að ofan:

„Ég er nú oftast sammála þér en nú fórstu alveg með það! Þó svo að þú hafir getað lært og hafðir gaman af því að þá gat ég það alls ekki og ég á einmitt eina stelpu sem á rosalega erfitt með að einbeita sér að lærdóm! Heimanám er barn síns tíma og alveg galið að mínu mati að það sé yfir höfuð leyft í dag þar sem þjóðfélagið býður ekki uppá að foreldrar hafi tíma í að læra með börnunum sínum og börnin og foreldrar úrvinda eftir daginn! Mér finnst ákaflega kjánalegt þegar fullorðnir menn eru að segja að þetta hafi ekki verið svona eða svona þegar ég var ungur því það voru bara allt aðrar áherslur þegar þú varst ungur heldur en eru í dag“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Í gær

Konan mín elskar hópkynlíf – Hér er vandamálið

Konan mín elskar hópkynlíf – Hér er vandamálið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af rapparanum eftir að hann kom fram á tónleikum um helgina

Hafa miklar áhyggjur af rapparanum eftir að hann kom fram á tónleikum um helgina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættulegt kynlífstrend slær í gegn hjá háskólanemum – Læknar segja unga karlmenn í lífshættu

Hættulegt kynlífstrend slær í gegn hjá háskólanemum – Læknar segja unga karlmenn í lífshættu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann var kappaksturinn holdi klæddur

Hann var kappaksturinn holdi klæddur