fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Hálfbróðir Eminem bregst við fráfalli móður þeirra með harðorðri færslu

Fókus
Miðvikudaginn 4. desember 2024 11:29

Debbie og Nate. Mynd/Getty Images/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nathan Kane Mathers, kallaður Nate, birti óræð en harðorð skilaboð á Instagram eftir að móðir hans lést.

Nate, 38 ára, er hálfbróðir rapparans Eminem. Móðir þeirra, Debbie Nelson, lést á mánudag eftir baráttu við lungnakrabbamein, aðeins 69 ára að aldri.

Sjá einnig: Eminem syrgir móður sína sem lést á mánudag

Eminem hefur ekki tjáð sig um fráfall móður þeirra en Nate birti Story á Instagram í gær.

„Hatur og blendnar tilfinningar í dag,“ skrifaði hann.

Nathan “Nate Kane” Mathers Instagram

Rapparinn fór ekki leynt með stormasamt samband hans og móður hans. Í lagi sínu, Cleanin‘ Out My Closet, vísaði hann meðal annars til meintrar ofbeldisfullrar hegðunar hennar og fíkniefnaneyslu. Höfðaði hún á einum tímapunkti mál gegn syni sínum.

Það er ekki vitað hvort Eminem var í sambandi við móður sína áður en hún lést, en talið er að Nate hafi ekki verið í samskiptum við hana.

Þegar hann var átta ára gamall var hann settur í fóstur. Eminem ættleiddi hann þegar Nate var 16 ára gamall. Eminem er fjórtán árum eldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu

Móðir birti átakanlega mynd af syni sínum sinna heimanáminu
Fókus
Í gær

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla

Rifjar tárvot upp líkamssmánun fjölmiðla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París

Vikan á Instagram – Lúðar að leika sér og skvísur í París
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“

Sólveig notar vímuefni í æð alla daga – „Ég get ekki meira af þessu lífi“