fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fókus

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. desember 2024 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jabra Evolve2 85 er lang mest selda heyrnartólið fyrir skrifstofufólk á árinu 2024 hjá OK (Opnum kerfum).

,,Helsta skýringin á vinsældum Jabra Evolve2 85 er að þau búa yfir öflugri hljóðeinangrun og skila skýru hljóði fyrir starfsfólk sem sinnir símtölum og fjarfundum í opnu vinnurými. Tækið býr yfir 10 hljóðnemum, sem tryggja að samtal notanda berist aðeins yfir til viðmælenda en annar umhverfishávaða er síaður út,segir Þórunn Þorbjörnsdóttir verslunarstjóri ok.is.

„Heyrnartólin hafa einnig skorað hátt hjá þeim sem  þurfa þau aðeins fyrir hljóðeinangrun og tónlistarflutning á skrifstofu. Þá búa þau yfir öflugri rafhlöðuendingu, eða allt 30 klst í tali og 37 klst fyrir tónlist,“ segir Þórunn.

Hún segir að Jabra kippi líka í kynið hvað hönnun varðar. „Jabra er dönsk framleiðsla og Danir eru nú þekktir fyrir glæsilega hönnun. Jabra er þar engin undantekning. Við finnum að margir horfa í slíkt þegar þeir velja sér heyrnartól og þeim finnst gott að vita að Jabra gefur engan afslátt á hönnun heyrnartóla.“

Gervigreind í heyrnartólum alls ráðandi 2025 

Þórunn segir að það sem er handan við hornið hvað heyrnartól varðar sé aukin áhersla á gervigreind í takt við annan tölvubúnað, enn öflugri hljóðeinangrun og ekki síst áhersla á sjálfbærni. ,,Við munum sjá þessa þrjá þætti vaxa á næsta ári, ekki síst er eftirspurn eftir framleiðendum sem leggja mikla áherslu á sjálfbærni í sinni framleiðslu. Má þar nefna umbúðir sem hægt er að endurnýta og endurunnið plast sem dæmi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Hefur blokkað yfir 850 manns á miðlinum

Vikan á Instagram – Hefur blokkað yfir 850 manns á miðlinum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“

Ellý spáir fyrir Guðna og Elizu: „Það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“