fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fókus

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. desember 2024 09:00

World Class fjölskyldan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan Ellý Ármannsdóttir er gestur í nýjasta þætti af Fókus, spjallþætti DV. Um er að ræða sérstakan áramótaþátt þar sem Ellý spáir fyrir mörgum þekktum andlitum sem voru til umræðu á nýliðnu ári. Til að mynda fyrrverandi forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, blaðamanninnum Þórði Snæ Júlíussyni og fyrrverandi forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur. Við spurðum hana einnig út í öfluga fjölskyldu sem er á bak við stærsta líkamsræktarveldi landsins.

Horfðu á spá Ellýjar hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Á bak við World Class-veldið stendur öflug fjölskylda. Foreldrarnir, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eru eigendur fyrirtækisins. Dóttir þeirra, Birgitta Líf Björnsdóttir, er markaðsstjóri fyrirtækisins. Hún er auk þess einn vinsælasti áhrifavaldur landsins og raunveruleikastjarna. Sonur þeirra, Björn Boði, er flugþjónn hjá Icelandair og er búsettur í New York þar sem hann stundar nám við Fashion Institute of Technology skólann í stórborginni.

Við spurðum: Hvað segja spilin um næsta ár hjá þeim?

„Þau segja bara birtu. Það vex allt rosalega hratt. Þau eru að fara inn í einhvern kafla þar sem allt gengur miklu hraðar en þau halda. Þetta er mjög jákvætt. Það er eins og þau séu beintengd, þau eru andlegri en okkur grunar. Ég bara veit það, miðað við það sem ég er að fá hérna í gegn.

En þau eru að fara inn í eitthvað nýtt, það er mikil uppbygging og það er allt uppi á borðum […] Það er gaman að sjá hvað það gengur vel hjá þessari fjölskyldu.“

Á næstu árum stendur til að opna nýja stöð í Garðabæ og heilsuhótel, baðlón og líkamsrækt á Fitjum í Njarðvík.

„Þetta á eftir að vera miklu stærra en þau halda og það er bara hið besta mál,“ segir Ellý.

Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hide picture