fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Þau eignuðust börn árið 2024

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. desember 2024 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnalánið lék við íslendinga á árinu. Fjölmargir þekktir íslendingar eignuðust barn á árinu, sumir frumburðinn og aðrir bættu í stóran barnahóp.

Hjónin Greta Salóme Stefánsdóttir, tónlistarkona, og Elvar Þór Karlsson, verkefnastjóri fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, eignuðust dreng 23. október. Fyrir eiga þau soninn Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022.

„Eftir áhættumeðgöngu sem einkenndist af miklum áhyggjum og nánast daglegum læknisskoðunum í lokin, kom þessi litla manneskja í heiminn þann 23. október síðastliðinn. Hann vó aðeins 2,2 kíló og var 43,5 sentímetrar að hæð, en algjörlega fullkominn.“

Hjónin Eva Lauf­ey Kjaran Her­manns­dótt­ir, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Haraldur Haraldsson, deildarstjóri Icelandair Cargo, eignuðust þriðju dótturina, Margrét Maren, 26. maí.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran)

Sunn­eva Ása Weiss­happ­el, mynd­list­ar­kona, og Baltas­ar Kor­mák­ur, kvikmyndaleikstjóri, eignuðust Kilja Kor­mák­ur 5. ágúst. Dóttirin er fyrsta barn Sunnevu en Baltasar á fjögur börn frá fyrri samböndum.

Leik- og söng­kon­an Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir og Júlí Heiðar Hall­dórs­son tón­list­armaður, eignuðust dóttur, Kolfinna Anna Kolka, 9. maí. Parið á sitt hvorn soninn frá fyrri samböndum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Júlí Heiðar (@juliheidar)


Hjónin, Katla Hreiðars­dótt­ir, fata­hönnuður og eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins Syst­ur og mak­ar, og Haukur Þorkelsson, eignuðust þriðja soninn 20. september. Haukur á einnig son og dóttur frá fyrra sambandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Systurogmakar (@systurogmakar)

Inga Tinna Sig­urðardótt­ir for­stjóri Dineout og Logi Geirs­son handboltakappi eignuðust dótt­urina Bellu Eldon  25. júlí. Dóttirin er fyrsta barn Ingu, en Logi á tvö börn frá fyrra samband.

„Prins­ess­an er mætt og á einu auga­bragði 25.07.2024 stækkaði allt í okk­ar lífi. Fjöl­skyld­an, til­gang­ur­inn, hjartað og ást­in. Gæt­um ekki verið ham­ingju­sam­ari. Fyrsti and­ar­drátt­ur­inn þinn tók okk­ar í burtu og það var eins og tím­inn stæði í stað. Ynd­is­leg stund sem við geym­um í hjört­um okk­ar alla tíð.“

Hjónin Katrín Edda Þor­steins­dótt­ir, verk­fræðing­ur og sam­fé­lags­miðlastjarna, og Markus Wass­er­baech, eignuðust soninn Aron Atla í nóvember. Fyr­ir eiga hjón­in dótt­ur­ina Elísu Eyþóru sem er tveggja ára.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Aníta Briem leikkona og Hafþór Waldorff eignuðust dóttur 13. nóvember. Aníta á fyrir dóttur frá fyrra sambandi.

Eva Brink fjármálastjóri og Benedikt Brynleifsson trommari eignuðust soninn Frosta 4. júní. Eva á tvo syni frá fyrra sambandi og Benedikt á dóttur og tvo syni frá fyrra sambandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Eva Brink (@evabrink)

Þjálf­ara­hjón­in Sandra Björg Helga­dótt­ir og Hilm­ar Arn­ar­son eignuðust sitt fyrsta barn, soninn Helga Snæ, í september.

„Halló heim­ur! Ólýs­an­leg ham­ingja og þakk­læti að fá loks­ins að hitta full­komna draumaprins­inn okk­ar.”


Sig­ríður Jóna Rafns­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og Jón Viðar Arnþórs­son bardagakappi eignuðust annað barn sitt í október, soninn Hermóð. Fyrir eiga þau einn son og Jón Viðar á son frá fyrra sambandi.


Al­ex­andra Helga Ívars­dótt­ir, eig­andi barnafata­versl­un­ar­inn­ar Mía, og Gylfi Þór Sig­urðsson fót­boltamaður eignuðust soninn Róman Þór 17. októ­ber. Fyr­ir eiga hjón­in dótt­ur­ina Mel­rós Míu sem fædd­ist vorið 2021.

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson

Ragn­hild­ur Jóns­dótt­ir, Ragga Hólm, tónlistarkona og Elma Val­gerður Svein­björns­dótt­ir eignuðust son 22. októ­ber.

„Þann 22. októ­ber kl. 07:12 mætti litli strák­ur­inn okk­ar í heim­inn. Ég get ekki sett það í orð hvað ég er stolt af Elmu minni sem stóð sig eins og hetja. Ég mun þakka henni á hverj­um degi fyr­ir að hafa búið til gull­fal­lega son okk­ar. Elmu heils­ast vel, hon­um heils­ast vel og mér líður vel.”

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ragga Holm (@raggaholm)


Isa­bella Lu War­burg, fyrirsæta, og Davíð Helga­son, fjár­fest­ir, eignuðust dreng í maí, fyrir áttu þau soninn Ágúst. Davíð á tvö börn frá fyrra sambandi.

Ingólf­ur Þór­ar­ins­son tón­list­armaður, Ingó veðurguð, og Al­ex­andra Eir Davíðsdótt­ir förðun­ar­fræðing­ur eignuðust dótt­ur 31. ág­úst. Dóttirin fékk nafnið Júlía Eir.


Snæfríður Ingvars­dótt­ir, leik­kona, og Högni Egilsson, tónlistarmaður, eignuðust dóttur 25. júní.

„Ísey Andrá Högna­dótt­ir. Dótt­ir okk­ar var skírð þann 14.08.’24 við hátíðlega at­höfn í Dóm­kirkj­unni. Takk all­ir sem tóku þátt í að gera þenn­an dag ógleym­an­leg­an. Við erum svo þakk­lát fyr­ir fólkið í kring­um okk­ur.“


Birgitta Líf Björns­dótt­ir, markaðsstjóri World Class, og Enok Jónsson, sjómaður, eignuðust soninn Birnir Boða 8. febrúar.


Hjónin, Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, fyrrum atvinnukylfingur, og Thom­as Bojanowski, eignuðust son Alexander Noel 8. febrúar. Fyrir eiga þau soninn Mar­on Atlas sem tveggja ára.

Dag­björt Gudjohnsen Guðbrands­dótt­ir, bráðalækn­ir, og Victor Guðmunds­son, lækn­ir og tón­list­armaður, eignuðust tvíburasyni, Mána og Storm, í maí. Fyr­ir eiga þau son­inn Frosta sem er tveggja ára.

„Tvö­föld vand­ræði! #tví­bur­ar Stærsta út­gáf­an mín hingað til …“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Doctor Victor (@doctorvictorsound)


Dórót­hea Jó­hann­es­dótt­ir, svæðis­sölu­stjóri danska hönn­un­ar­fyr­ir­tækisins Design Letters, og Ari Bragi Kára­son, tónlistarmaður, eignuðust soninn Einar Frey 9. maí. Fyrir eiga þau dótturina Ellen Ingu þriggja ára.


CrossFit-íþróttaparið, Annie Mist Þóris­dótt­ir og Frederik Aeg­idius, eignuðust son 1. maí. Fyrir eiga þau dótturina Freyju Mist sem er fjögurra ára.

„Hjartað stækkaði um nokk­ur núm­er. Ég er svo ótrú­lega þakk­lát að vera kom­in með dreng­inn í fangið.“


Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona á Stöð 2, eignaðist dótturina Andreu Kristnýju 14. janúar eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár með aðstoð fyrirtækisins Livio.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Svava Gretars (@sgretars)


María Dögg Elvars­dótt­ir, kenn­ari, og Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson, mat­reiðslu­meist­ari og Kokk­ur árs­ins árið 2023, eignuðust synina Adam Hendy og Oliver Hugo, 20. september. Fyr­ir eiga þau son­inn Eron Frosta sem er fimm ára.

Sólveig Heimisdóttir, viðskiptafræðingur, og Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, eignuðust dótturina Indíana Rós 14. mars. Björgólfur á dóttur frá fyrra sambandi.

Fann­ey Dóra Veig­ars­dótt­ir, förðunarfræðingur, og Aron Ólafs­son, raf­virkja­nemi, eignuðust soninn Vdeigar Óla 23. sept­em­ber. Fyr­ir eiga þau dótt­ur­ina Thaliu Guðrúnu sem er þriggja ára.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora)


Magda­lena Björns­dótt­ir, og Jörundur Ragnarsson, leikari, eignuðust son 2. maí. Jörundur á son frá fyrra sambandi.


Íris Freyja Salgu­ero Krist­ín­ar­dótt­ir, fyrirsæta, og Eg­ill Hall­dórs­son einn eigenda Gorilla vöruhúss og Wake Up Reykjavík, eignuðust dótturina Maya Sól Algu­ero í lok júní.

Íris Svava Pálma­dótt­ir, þroskaþjálfi og talsmaður já­kvæðrar lík­ams­ímynd­ar, og Arnþór Fjal­ar­son, eignuðust dótturina Sóldísi Hönnu 3. maí.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Íris Svava (@irissvava)


Elísa Gróa Steinþórs­dótt­ir, fegurðardrottning og flugfreyja, og Elís Guðmundsson, byggingafræðingur, eignuðust sitt fyrsta barn, soninn Egil, 8. apríl.
„Draumaprins­inn okk­ar fædd­ist 08.04.24 kl 23:02. Elísa stóð sig eins og hetja við að koma litla kút í heim­inn og heils­ast þeim vel.“


Hjón­in Arna Ýr Jóns­dótt­ir, feg­urðardrottn­ing og hjúkr­un­ar­fræðinemi, og Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor, eignuðust sitt þriðja barn, dótturina Bellu Dís, 3. apríl. Arna Ýr eignaðist dótt­urina í upp­blás­inni sund­laug heima í stofu. Fyrir eiga þau son og dóttur.

„Sól­ar­hring­ur með stúlk­unni okk­ar sem fædd­ist heima í faðmi fjöl­skyld­unn­ar í gær­kveldi kl 21. Fæðing­in var draumi lík­ast en 14 marka dam­an mætti svo friðsæl í heim­inn þrátt fyr­ir mjög hraðan aðdrag­anda. Við erum orðlaus, ham­ingju­söm og þakk­lát.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arna Ýr Jónsdóttir (@arnayrjons)

Edda Falak Yamak, og Kristján Helgi Hafliðason, yfirþjálf­ari Mjöln­is í bras­il­ísku jiu-jitsu, eignuðust sitt fyrsta barn, soninn Ómar, í byrj­un sept­em­ber.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Edda Falak (@eddafalak)

Jó­hanna Helga Jens­dótt­ir, og Geir Ulrich Skafta­son, viðskipta­stjóri hjá Isa­via, eignuðust soninn Styrmi Óla 20. september. Fyrir á parið dótturina Tinnu Maríu sem er fjögurra ára.

Hjónin, Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafréttakona, og Vil­hjálmur Siggeirsson, verk­efna­stjóri stafrænnar kennslu hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík, eignuðust soninn Vilhjálm Bessa 2. október.

Valdís Eiríksdóttir, sem margir þekkja sem útvarpskonuna Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústsson tónlistarmaður og meðlimur sveitarinnar Vintage Caravan, eignuðust son 5. desember.

„Við kynnum með stolti, Baby Óskarsson. Fæddur þann 5. desember. Móður og barni heilsast vel og lífið varð mikið fallegra á einu augabragði.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Óskar Logi Ágústsson (@oskarlogi)

Olga Helena Ólafs­dótt­ir, ann­ar eig­andi barna­vöru­versl­an­anna Von Versl­un og Bíum Bíum, og Andri Stef­áns­son eignuðust dótt­ur 28. maí. Dóttirin er þriðja barn þeirra, en fyr­ir eiga þau son sem er fædd­ur árið 2016 og dótt­ur fædda árið 2019.

Eiginkonurnar, Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­irog Erin Mc­leod, knattspyrnukonur, eignuðust son 19. október.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa)

Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur, og Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, eignuðust sitt fjórða barn, stúlku, í apríl. Fyrir eiga þau son og tvær dætur.

Knatt­spyrnumaður­inn Birk­ir Bjarna­son og franska fyr­ir­sæt­an Sophie Gor­don eignuðust dótturina Sofiu Lív 11. mars.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sophie Gordon (@gordonsophie)

Ágústa Sveinsdóttir, vöruhönnuður, og Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður eignuðust dóttur 10. maí. Fyrir eiga þau eitt barn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni