Það var fjölbreytt efni sem vakti áhuga lesenda Fókus á árinu. Íslendingar hafa mikinn áhuga á því hvaða skoðanir erlendir gestir hafa á landi og þjóð, eitthvað sem virðist seint ætla að breytast. Þá hafa landsmenn einnig mikinn áhuga á því þegar þjóðþekktir einstaklingar fara að rífast opinberlega og allt sem snertir Eurovision eða Tenerife fellur líka í kramið.
En persónulegar sögur allskonar Íslendingar er eitthvað sem lesendur hafa gríðarlegan áhuga á, sorgir og sigrar.
Hér að neðan má lesa um hvað sló í gegn hjá lesendum Fókus á árinu sem er að líða.
Mest lesna viðtalið í ár var úr Fókus, spjallþætti DV. Gestur þáttarins var Guðbjörg Ýr Valkyrja Guðbjargardóttir. Hún á langa áfallasögu að baki. Hún varð fyrir tengslarofi sem barn og litaði það sambönd hennar á fullorðinsárum. Eftir margra ára edrúmennsku byrjaði Guðbjörg með karlmanni sem hún taldi vera besta vin sinn og ástina í lífi sínu. Þegar bera fór á brestum í glæstri ásýndinni sem hann málaði fyrir hana reyndi Guðbjörg að hunsa þá en martröðin var rétt að byrja.
Það vakti mikla athygli þegar rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca eins og hann er kallaður, fór hörðum orðum um tónlistarmanninn Patrik Snær Atlason, eða Prettyboitjokko eins og hann er kallaður.
Patrik skaut fast til baka og sagðist ekki „taka mark á einhverri fimmtugri fyllibyttu í Adidas-galla.“
Erpur kippti sér ekki upp við ummæli súkkulaðidrengsins og sagðist vera „self made, sexy og sóðalegur.“
Lesa meira: Sexy, seiðandi og sóðalegur Erpur um högg Patriks – „Eitthvað suð úr einhverjum snáða í snjónum“
Íslendingar eru mjög áhugasamir um það þegar erlendir áhrifavaldar eru að skjalla okkur eða gagnrýna. DV fjallaði um nokkrar slíkar heimsóknir en vöktu tvær þeirra mesta athygli.
Hin bandaríska Amber Barnes kom til landsins í október og hataði það svo mikið að hún fór hörðum orðum og landið okkar fagra á samfélagsmiðlinum TikTok. Hún kvartaði meðal annars undan kuldanum og verðlaginu og gaf Íslandi falleinkunn.
Sjá einnig: Amber hatar Ísland og ætlar aldrei að koma aftur – „Hreinskilið álit mitt þessi staður sökkar“
@marcsebastianf pig socks and drag names a plenty #iceland #travel #traveling #groceryshopping #shopping #abroad #vlog #travelvlog #drag #gay #lgbt ♬ original sound – Marc Sebastian
Áhrifavaldurinn Marc Sebastian kom til landsins í sumar og fannst magnað að stíga fæti inn í Bónus í Vestmannaeyjum. Hann var svo hrifinn að hann keypti sér Bónus sokka.
Sjá einnig: Bandarískur áhrifavaldur fékk áfall þegar hann fór í Bónus í Vestmannaeyjum – „HA?! Guð minn góður!“
Það er ekkert leyndarmál að Íslendingar elska Tenerife en í ár höfðu landsmenn mestan áhuga að lesa hvað skal varast á eyjunni fögru.
Viðvörun fjármálaráðgjafans Björns Bergs um hraðbanka erlendis vakti mikla athygli. Hann deildi einföldu ráði til að vita hvort það sé öruggt að taka seðla út úr hraðbanka eða ekki.
Svo var aukinn vasaþjófnaður á Tenerife mikið til umræðu og sögðust margir Íslendingar hafa miklar áhyggjur af þróuninni.
Lesa meira: Varar Íslendinga við eyjunni fögru – „Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife?“
Það er óhætt að segja að þátttaka Íslands í Eurovision hafi verið umdeild. Það voru margir óánægðir með úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins og hefðu viljað sjá Bashar Murad fara áfram með lagið „Wild West.“
Fólk tjáði skoðanir sínar á samfélagsmiðlum og virtust allir hafa nóg um málið að segja.
Eftir að Hera var valin sem fulltrúi Íslands sætti hún harðri gagnrýni. Hún svaraði fyrir það í viðtölum, meðal annars Kastljósi. Hún hélt sínu striki og tók þátt í Eurovision í Ísrael í maí og hafnaði í síðasta sæti. Lagið „Scared of Heights“ fékk fæst stig meðal þátttökuþjóða í bæði fyrri og seinni undanúrslitum.