Húsið, sem stendur við Urriðakvísl, var teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitekt. Birt stærð er samtals 466,1 fermetrar, þar af er íbúðarhluti 413,2 fermetrar og tvöfaldur bílskúr 52,9 fermetrar.
Ásett verð eru 298 milljónir.
Húsið var byggt árið 1984 og eru sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi.
Bakgarðurinn er einstakur, en auk þess að það sé stór og rúmgóður pallur þá snýr garðurinn til suðurs og vesturs og rennur saman við Elliðaárdalinn þar sem húsið er innst í botnlanga og engin byggð við þær hliðar hússins.
Hægt er að skoða fleiri myndir og lesa nánar um eignina á fasteignavef DV.