fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Fókus
Mánudaginn 30. desember 2024 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn netverji birti mynd af kvittun frá kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur og kvartaði undan verðlaginu. Hann birti færsluna í vinsæla Facebook-hópnum Matartips og spurði meðlimi hvort það sé „í lagi að borga nærri 5.840 kr. fyrir tvo bolla af heitu súkkulaði með rjóma og tvær belgískar vöfflur með rjóma og sultu?“

Honum þótti það ekki og endaði færsluna með: „Þvílíkt okur.“

Skjáskot/Facebook

Meðlimir hópsins voru ekki alveg sammála honum og létu hann heyra það.

„Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo hér, þér var í lófa lagið að spyrja um verðið og labba svo bara út. Fyrst þú ákvaðst að kaupa þetta þá greinilega virkar þessi verðlagning,“ sagði einn.

„Ef þú hefur gert það, þá er það greinilega í lagi,“ sagði annar.

Einn benti á að fyrirtækið væri lítið að græða. „Mér sýnist að rúm 60% af innkomunni í þessu fyrirtæki fari í að greiða laun og launatengd gjöld. Hagnaður er sirka 1% af veltu,“ sagði hann.

„Kryfjum þetta aðeins“

Annar fór að tala um launahækkanir og skatta í þessu samhengi.

„Svo viljum við að allt fólk hafi frábær laun og að allir fái launahækkanir. Til að mæta því (og hækkandi rekstrarkostnaði vegna leigu og hráefnis t.d.), þá þurfa veitingastaðirnir að hækka verðið. Þá eru rekstraraðilar kallaðir gráðugir.

Skatturinn fær svo sínar sneiðar af hverri einustu köku, sem skerðir það sem eftir verður af launum einstaklinga og innkomu fyrirtækjanna og það er ekkert gaman heldur. En samt viljum við betri vegi, heilbrigðiskerfi og svo framvegis (eins frábærlega og það gengur nú), svo að einhvern veginn verður að fjármagna það allt saman.

En hvert sem raunverulega vandamálið er, þá er það örugglega ekki veitingasalinn, sem býður upp á þjónustu þar sem neytandinn getur valið um hvort hann verslar eða ekki.“

Einn meðlimur gagnrýndi netverjann fyrir að koma fram nafnlaus:

„Fátt betra en nafnlaust rant. Kryfjum þetta aðeins. Verðskráin liggur væntanlega fyrir þannig að það er upplýst ákvörðun að panta þetta. Einhver afgreiddi, gerði vöfflu og þeim þarf að greiða laun. Líklega fékkstu borð, stóla, disk, bolla og hnífapör og jafnvel ótakmarkað magn af servíettum, þetta eru hlutir sem kosta. Rafmagn, hiti, leiga kosta, þrifin á áhöldum, borði, stólum, gólfi kosta, halda úti salernisaðstöðu kostar, súkkulaði kostar, var það með rjóma? kassakerfið kostar, posinn kostar, mögulega var vafflan kannski með sultu og rjóma, það kostar. Ef einhver treystir sér til að reka kaffihús á sama pening og hráefnið í vöruna þá kúdos á þá.“

„Fáránlegt verð“

Það voru samt alveg þó nokkrir sem tóku undir með þeim sem ritaði upphafsinnleggið.

„Þetta er fáránlegt verð fyrir bæði vöffluna og kakóið. Til að borga þúsundkall fyrir kakóið þyrfti að vera eitthvað sterkara í því. Og 1900 kall fyrir vöfflu er næstum því helmingi hærra en hægt er að kalla eðlilegt,“ sagði einn.

„Nei, það er ekki í lagi,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa sparkað Elon Musk – ekki öfugt

Segist hafa sparkað Elon Musk – ekki öfugt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Home Alone ráðgáta loksins leyst

Home Alone ráðgáta loksins leyst