fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Heiðrún er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað um jólin

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. desember 2024 11:29

Heiðrún Finnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn Heiðrún Finnsdóttir er með skilaboð til þeirra sem halda að þau hafi fitnað yfir hátíðina. Hún segir að það sé ekki líffræðilega hægt og hvetur fólk til að slaka á.

Heiðrún heldur úti Instagram-síðu þar sem hún deilir ýmsum fróðleik tengdum næringu og heilsu. Í nýrri færslu, sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi að deila áfram með lesendum, útskýrir hún af hverju sum okkar erum þyngri eftir jólin, án þess að hafa fitnað.

„Jólafitubolla eða bara full of shit?“ spyr hún.

„Nei! Ég er engin jóladólgur, fitubolla eða græðgissveinn, ekki þú heldur! Þú ert ekki búin að fitna um fimm kíló í vikunni og ekki ég… Það er líffræðilega ekki hægt…

Svo af hverju erum við þyngri? Ég skal segja þér það! Við borðuðum mikið meira af reyktum og söltuðum mat og fylltum á restina með nammi, konfekti og jólaöli.

Það er bara smá auka kolvetni, smá þungur matur og eftirréttur.“

Heiðrún Finnsdóttir.

Hún útskýrir nánar.

„Öll þessi kolvetni elska vatn = Við borðuðum meiri kolvetni en vanalega, kolvetni drekka í sig vatn og halda fast í það svo við erum með meiri bjúg.

Reyktur- og saltaður matur = Við fáum bjúg af honum (enn meira vatn).

Stærri matarskammtar og meira magn = Við borðuðum MIKLU meira en vanalega, þannig það er meira af mat í görnunum og við því „full of shit.““

„Ég lofa það fitnaði enginn“

„Það fitnar engin af því að fá sér á aðfangadag, aftur á jóladag og svo afganga annan í jólum,“ segir Heiðrún og bætir við: „Þetta er allt eðlilegt og við verðum laus við þetta á nokkrum dögum.“

Hún segir fólki að anda rólega og ekki byrja á einhverju afeitrunarprógrammi.

„Þurfum ekkert að detoxa eða neitt, líkaminn sér bara um þetta óáreittur. Skellum okkur bara aftur í rútínuna okkar, njótum svo áramótana og aftur í rútínu eftir áramót. Ég LOFA það fitnaði ENGINN.“

Sjá einnig: Heiðrún um hollt mataræði – „Þumalputtareglan mín er einföld, mjög umdeild og klárlega ekki í tísku“

Fylgdu Heiðrúnu á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa sparkað Elon Musk – ekki öfugt

Segist hafa sparkað Elon Musk – ekki öfugt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Home Alone ráðgáta loksins leyst

Home Alone ráðgáta loksins leyst