fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Flugmaður Play fangar töfrandi sjónarspil úr háloftunum og gefur góð ráð – Svona nærðu flottum myndum af norðurljósunum

Fókus
Mánudaginn 30. desember 2024 17:30

Mynd/Instagram@unagisla og @playairlines

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Gísladóttir, flugmaður hjá Play, heillaðist mikið þegar hún sé í fyrsta sinn norðurljósin úr háloftunum. Hún segist líta á það sem skyldu sína að fanga þetta töfrandi sjónarspil á mynd til að deila með heiminum. Hún skrifaði grein um reynslu sína sem birtist hjá People.

„Reynsla mín úr 35 þúsund feta hæð er sannarlega engri lík,“ skrifar Una, þar sem flugvélarnar séu á veturna ekki einar á himninum. Fyrir skömmu flaug Una frá Bandaríkjunum til Íslands. Þetta var næturflug og því mjög rólegt yfir vélinni. Eina hljóðið kom frá talstöðinni.

„En það sem átti að vera venjulegt næturflug breyttist í töfrandi upplifun. Þegar við vorum hálfnuð með ferðina tók ég eftir grænum skuggum fram undan, síðan fylgdu æpandi bleikir tónar og fjólubláir. Skyndilega hafði himininn breyst í dáleiðandi málverk sem lýsti upp vélarnar okkar. Það var líkt og náttúran hefði sett á svið sýningu bara fyrir okkur.“

Þetta voru norðurljósin og í fyrsta sinn sá Una þau úr háloftunum. Þarna var engin ljósmengun frá þéttbýli og engin ský til að byrgja sýn. Frá þessari nótt hefur Una reynt að mynda sjónarspilið. Hún rekur í grein sinni að norðurljósin eigi sér þekkta vísindalega skýringu. Áður en þær skýringar komu fram voru norðurljósin útskýrð með goðsögnum.

„Heima á Íslandi höfðu ljósin aðra útskýringu. Ein skýringin hreyfði hvað mest við mér: norðurljósin eru andi látinna ástvina okkar dansandi á himninum.

Sumir tárast þegar þeir sjá norðurljósin á meðan aðrir hlæja í forundran. Sumir standa stjarfir, í áfalli, eins og þeir hafi frosið í kaldri nóttinni. Fyrst og fremst hefur þetta fyrirbæri þann eiginleika að láta okkur gleyma erfiðleikum mannlegrar tilveru um stund og tengjast í aðdáun dásemd náttúrunnar. Þetta er ólýsanleg og ógleymanleg tilfinning.“

Una segir það forréttindi að fá að fljúga með þúsundir manna til Íslands og leyfa þeim að berja þetta undur augum.

„Sem Íslendingur finnst mér það vera ábyrgðarhlutverk mitt að bjóða heiminum – með ljósmyndum mínum – að upplifa norðurljósin. Ég segi alltaf við fólkið mitt: Þú verður að upplifa þau í alvörunni að minnsta kosti einu sinni í lífinu.

Og ef þér hefur ekki auðnast það þá er núna rétti árstíminn til þess.“

Svona nærðu góðri mynd af norðurljósunum

Una deilir svo góðum ráðum fyrir þá sem vilja fanga sjónarspilið á mynd með símanum sínum.

  • Forðast ljósmengun – Una ráðleggur fólki að fara út fyrir borgina til að losna við ljósmengun sem á til að drekkja norðurljósunum.
  • Gott útsýni til norðurs – Norðurljósin birtast í norðri því er nauðsynlegt að finna stað þar sem útsýni til norðus er gott.
  • Heiðskírt – Una bendir á að norðurljósin myndast ofar flestum skýjum sem þýðir að skýin geta byrgt fólki sýn. Því sé best að finna stað þar sem er heiðskírt.
  • Lýsing (Exposure) – Una tekur fram að á flestum snjallsímum sé að finna stillingu sem kallast exposure sem vísar til lýsingu myndarinnar, ljósnæmi, ljósops og lýsingartími, sem getur haft mikil áhrif á myndina sem er tekin. Una mælir með stillingu sem kallast „long exposure“ en þá tekur síminn sér þó nokkurn tíma að taka myndina og nær því að fanga meira ljós en ella.
  • Áhætta – Una segir að ekkert sé öruggt í þessum heimi en það sé þess virði að taka sénsinn. Þetta gildi um norðurljósin. Það sé aldrei hægt að lofa þeim og sumir muni enda með að fara í fýluferð. Þá er um að gera að reyna bara aftur síðar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben

Stórstjarnan gerir upp árið í myndbandi og minnist ekki orði á Ben
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“

Kvartaði undan verðlagi á kaffihúsi í Reykjavík og fékk að heyra það – „Ótrúlegt að borga fyrir þetta og væla svo“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir

Þriggja hæða einbýlishús með einstökum bakgarði á 298 milljónir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“

Ellý svarar spurningunni sem brennur á fólki og segir að þetta verði næsti landsliðsþjálfari – „Hann er maðurinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Patrik Snær fer yfir frægðina – „Ég er gagnrýnni á sjálfan mig í dag“

Patrik Snær fer yfir frægðina – „Ég er gagnrýnni á sjálfan mig í dag“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vigfús Bjarni þakklátur fyrir lífið eftir hjartaáfall – „Maður gerir sitt besta til að vera í æðruleysi“

Vigfús Bjarni þakklátur fyrir lífið eftir hjartaáfall – „Maður gerir sitt besta til að vera í æðruleysi“