fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. desember 2024 12:29

Þórður Snær Júlíusson og Ellý Ármannsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartir tímar eru fram undan hjá Þórði Snæ Júlíussyni, fjölmiðlamanni og fyrrverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar, eða svo segir spákonan Ellý Ármannsdóttir.

Ellý spáir fyrir honum í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Þórður var kjörinn á þing en hefur sagt að hann muni segja af sér þingsætinu við tækifæri vegna gamalla bloggskrifa hans sem voru dregin fram í sviðsljósið á ný í nóvember.

Við spurðum Ellý hvernig næsta ár mun vera hjá Þórði Snæ. Hvað er fram undan hjá honum?

„Honum á eftir að ganga mjög vel og hann tengist birtu. Hann hefur lært sína lexíu og hann er annar maður en hann var þá þegar hann skrifaði einhverjar færslur sem við viljum ekki lesa lengur. En hann hefur lært og batnandi fólki er best að lifa,“ segir Ellý.

„Honum á eftir að ganga vel, hann er að fá eitthvað hlutverk þar sem hann hefur áhrif og vinnur með fólki. Og hefur mannaforráð, hann er í góðum málum en hann hefur lært. Við erum öll að læra.“

Ellý segir að Þórði muni vegna vel í þessu nýja hlutverki og muni ekki þurfa að svara áfram fyrir gamlar syndir.

Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa sparkað Elon Musk – ekki öfugt

Segist hafa sparkað Elon Musk – ekki öfugt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Home Alone ráðgáta loksins leyst

Home Alone ráðgáta loksins leyst
Hide picture