Ellý spáir fyrir honum í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.
Þórður var kjörinn á þing en hefur sagt að hann muni segja af sér þingsætinu við tækifæri vegna gamalla bloggskrifa hans sem voru dregin fram í sviðsljósið á ný í nóvember.
Við spurðum Ellý hvernig næsta ár mun vera hjá Þórði Snæ. Hvað er fram undan hjá honum?
„Honum á eftir að ganga mjög vel og hann tengist birtu. Hann hefur lært sína lexíu og hann er annar maður en hann var þá þegar hann skrifaði einhverjar færslur sem við viljum ekki lesa lengur. En hann hefur lært og batnandi fólki er best að lifa,“ segir Ellý.
„Honum á eftir að ganga vel, hann er að fá eitthvað hlutverk þar sem hann hefur áhrif og vinnur með fólki. Og hefur mannaforráð, hann er í góðum málum en hann hefur lært. Við erum öll að læra.“
Ellý segir að Þórði muni vegna vel í þessu nýja hlutverki og muni ekki þurfa að svara áfram fyrir gamlar syndir.
Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.
Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.
Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur
Áhrifavaldaparinu Línu Birgittu og Gumma Kíró
Næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu
Fyrrverandi forsetahjónunum Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid