fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fókus

Söngelsku dúkararnir láta gott af sér leiða

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. desember 2024 07:47

Friðrik Már, Theodór og Hannes

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Már Sigurðsson, Hannes Gústafsson og Theodór Sigurbjörnsson sem starfa sem dúkarar hjá fyrirtækinu H Harði í Vestmannaeyjum hafa vakið athygli fyrir ábreiður sínar á samfélagsmiðlum.

Sjá einnig: Söngelskir dúkarar í Eyjum slá í gegn – „Það allra besta á internetinu í dag!!“

Strákarnir kalla sig GlacierGuys og vinna þeir nú að jólalagi sem kemur út á föstudag til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.

„Það má ekki „tísa“ það en við erum búnir að ákveða lagið,“ sagði Hannes í spjalli við Ísland vaknar í gær. „Við ætlum að reyna að safna sem mestum peningum svo allir eigi til hnífs og skeiðar um jólin. Þegar við hendum út laginu á föstudag þá viljum við vera með tölu sem við getum styrkt kirkjuna með. Gerum Ísland að happy place og gefa vel af sér. Þetta snýst um það. Hjálpast að.“ 

Strákarnir hafa verið á ferðinni að heimsækja fyrirtæki og hvetja fólk til að styrkja málefnið fyrir föstudag. Þeir sem hafa tök á því geta lagt inn á neðangreindan reikning:

Kennitala: 130970-4789
Reikningsnúmer: 0582-15-45330

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Glacierguys birta myndbönd sín á Facebook-síðu Friðriks Más Sigurðssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla

Keyrði hættulegasta veg á Íslandi – Er undir sjávarmáli á kafla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín

Ef þú færð mörg stig á þessu nostalgíuprófi gæti aldurinn verið farinn að segja til sín