Stórstjarnan Madonna, 66 ára, hélt upp á þakkargjörðarhátíðina í faðmi fjölskyldunnar. Hún birti sjaldséða mynd á samfélagsmiðlum í tilefni hátíðarinnar. Á myndinni má sjá hana, öll börnin hennar og föður hennar, Silvio, 93 ára.
Madonna á sex börn: Lourdes Leon, 28 ára, Rocco Ritchie, 24 ára, David Banda, 19 ára, Mercy James, 18 ára, og tvíburarnir Stella og Estere, 12 ára.
Síðastliðin ár hefur hún verið duglegri að birta fjölskyldumyndir en það er sjaldséð að faðir hennar sé með á mynd.
Söngkonan birti fleiri skemmtilegar myndir sem má sjá hér að neðan.