Stórstjarnan Madonna, 66 ára, hélt upp á þakkargjörðarhátíðina í faðmi fjölskyldunnar. Hún birti sjaldséða mynd á samfélagsmiðlum í tilefni hátíðarinnar. Á myndinni má sjá hana, öll börnin hennar og föður hennar, Silvio, 93 ára.
Madonna á sex börn: Lourdes Leon, 28 ára, Rocco Ritchie, 24 ára, David Banda, 19 ára, Mercy James, 18 ára, og tvíburarnir Stella og Estere, 12 ára.
Mynd/Instagram
Síðastliðin ár hefur hún verið duglegri að birta fjölskyldumyndir en það er sjaldséð að faðir hennar sé með á mynd.
Söngkonan birti fleiri skemmtilegar myndir sem má sjá hér að neðan.
David Banda, Rocco Ritchie og Mercy James. Mynd/InstagramDæturnar saman, Mercy og tvíburarnir Stella og Estere. Mynd/InstagramMadonna og faðir hennar, Silvio. Mynd/InstagramSilvio. Mynd/InstagramMadonna og Lourdes Leon. Mynd/Instagram