fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Elton John: „Eins og þið vitið þá hef ég misst sjónina“

Fókus
Þriðjudaginn 3. desember 2024 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Elton John hefur enn ekki endurheimt sjónina eftir alvarlega augnsýkingu. Hann greindi aðdáendum sínum frá þessu á sunnudaginn þegar hann kom fram á hátíðarsýningu söngleiksins The Devil Wears Prada.

„Ég hef ekki náð að mæta á allar forsýningarnar því eins og þið vitið, þá hef ég misst sjónina. Svo það er erfitt fyrir mig að horfa á sýninguna. En ég elska að hlusta á hana, og vá hvað hún hljómaði vel í kvöld,“ sagði Elton sem samdi tónlistina fyrir söngleikinn.

Elton sagði í viðtali í síðustu viku að blindan væri að hafa áhrif á störf hans. Hann blindaðist á hægra auga í júlí eftir að hann fékk sýkingu. Hann segir að sjónin á vinstra auganu sé ekki upp á marga fiska. Hann heldur enn í vonina um að fá sjónina til baka.

„Ég er á batavegi en þetta er hægur bati og það mun taka tíma áður en ég get séð aftur með sýkta auganu.“

CNN greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband

Páll Óskar sýnir umbúðirnar eftir kjálkabrotið – „Ég er ótrúlega hissa“- Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“

Stebbi JAK gerir upp árásina: „Það voru allavegana tólf manns sem voru að reyna að valda mér skaða og náðu því töluvert“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA

Stórglæsileg Viðurkenningarhátíð FKA
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna

Kirkjusókn ungra íslenskra karlmanna að aukast – Skipuleggja messuferðir á Snapchat og lesa biblíuna