fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fókus

Ræddu við einn fremsta lagahöfund heims í íslensku KISS hlaðvarpi – „Ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 29. desember 2024 19:30

Félagarnir hringdu í Desmond Child á Þorláksmessu. Myndir/Facebook/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn heimsfrægi lagahöfundur Desmond Child var í einkaviðtali í sérstökum jólaþætti íslenska hlaðvarpsins KISS Army Iceland Podcast.

„Ég hef aldrei komið til Íslands, en ég á íslenska vini sem ég hitti í Grikklandi á hverju sumri,“ sagði Child í viðtalinu. Á hann þar við hjónin Egil Helgason og Sigurveigu Káradóttur og son þeirra, píanistann Kára Egilsson sem dvelja ár hvert á grísku eyjunni Folendragos líkt og fjölskylda Child. „Við elskum Ísland og fjölskyldur okkar eru mjög nánar. Börnin okkar spiluðu saman þegar þau voru lítil.“

Samdi fyrir Bon Jovi og Ricky Martin

Desmond Child, sem er orðinn 71 árs gamall, er einn fremsti lagahöfundur samtímans. Hann er í frægðarhöll lagahöfunda og er aðallega þekktur fyrir að starfa með öðrum listamönnum.

Á meðal risasmella sem Child hefur samið eru „I Was Made for Loving You“ með KISS, „Livin´on a Prayer“ með Bon Jovi, „Poison“ með Alice Cooper, „Dude (Looks Like a Lady) með Aerosmith og „Livin´Da Vida Loca“ með Ricky Martin.

Þátturinn hlaðvarpsins, sem eins og nafnið gefur til kynna einblínir á hina rómuðu rokkhljómsveit KISS, var númer 94 í röðinni og kom út á aðfangadag. Honum er stjórnað af Atla Hergeirssyni og Páli Jakobi Líndal. En hinn fyrrnefndi er forseti aðdáendaklúbbs KISS á Íslandi.

Á gott líf vegna stærsta smells KISS

Spurðu þeir Child meðal annars að því hvenær hann ætlaði loksins að koma til Íslands. Barst Child undan því.

„Alltaf þegar ég athuga hitastigið þar þá hljómar það allt of kalt. Ég er lítill og horaður maður. Ég er ekki að leita að meiri kulda en er hér nú þegar,“ sagði hann, talandi frá New York borg.

Í viðtalinu er Child meðal annars spurður út í lagið „I Was Made for Loving You“ og hvernig honum líði með að það sé stærsti smellur hljómsveitarinnar KISS frá upphafi. „Mér líður vel með það, það hefur orsakað að ég á mjög gott líf.“

Viðtalið í heild sinni má heyra á Spotify síðu KISS Army Iceland Podcast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“

Ellý um hvernig næsta ár verður hjá Þórði Snæ – „Honum á eftir að ganga vel“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáir fyrir Steinda: „Hann þarf að taka eitthvað til“

Ellý spáir fyrir Steinda: „Hann þarf að taka eitthvað til“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa sparkað Elon Musk – ekki öfugt

Segist hafa sparkað Elon Musk – ekki öfugt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi

Ungur og upprennandi leikari lést í hörmulegu slysi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Home Alone ráðgáta loksins leyst

Home Alone ráðgáta loksins leyst