Ellý spáir fyrir Steinþóri, eða Steinda Jr. eins og hann er betur þekktur, í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.
Steindi varð nýlega fertugur. Við spurðum Ellý: „Hvernig mun upphaf fimmtugsaldursins fara í hann?“
„Mjög vel,“ segir hún og heldur áfram:
„Það er eins og hann sé endurfæddur, hann er nýr og er að fara að taka sig á, ég veit ekki í hverju hann ætlar að taka sig á. Nú er ég bara að hugsa um hann persónulega […] Hann þarf að taka eitthvað til og hann er að fara að taka sig á í einhverju.“
Ellý segist ekki vita í hverju Steindi langar að taka sig á, en nefnir að það gæti hugsanlega eitthvað heilsutengd, eins og hreyfingu og mataræði.
„Hann er að byggja upp og er með nokkra bolta á lofti. Einn boltinn er gríðarlega stór og það er eins og hann sé einn með það, hann er ekki með félaga sína eða einhverja með. Það er fullt af fólki að fylgjast með honum og kaupa af honum þessa þjónustu,“ segir spákonan um skemmtikraftinn.
Hún segir að þetta muni ganga vel. „Hann á eftir að brillera þessi drengur en hann þarf fyrst að byrja á því sem hann er að hugsa þessa dagana.“
Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.
Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.
Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur
Áhrifavaldaparinu Línu Birgittu og Gumma Kíró