Ellý spáir fyrir hjónunum í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.
Hvernig sérðu næsta ár hjá þeim?
„Þetta er hjartans mál. Þetta er eitthvað sem er í hjarta þeirra. Þau eru á sitthvorri tíðni, tíðni er orka,“ segir Ellý og útskýrir nánar.
„Hún er, segjum kannski, á B-tíðni og Guðni er á A-tíðni, enginn er betri en annar. Hún fékk eitthvað tækifæri í hendurnar og nú eru þau einhvern veginn að fara í sitthvora áttina. Ég veit ekkert um einhverjar sögur en ég veit að þau eru alltaf tengd í hjarta. Börnin þeirra og þau, en ég veit að hún er að fá eitthvað nýtt hlutverk en ég sé ekki nákvæmlega hvað það er. Hún stendur sig vel í því. En það er verið að sýna að þau eru á sitthvorri tíðninni.“
Ellý sýnir tarot spilin og hvernig hjónin eru á mismunandi tíðni samkvæmt þeim.
„Það er bara hið besta mál og það er allt í lagi að fara í sitthvora áttina og allir eru vinir,“ segir hún og bætir við: „Ég held þau búi ekki í sama landi [á næsta ári].“
Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.
Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.
Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur