fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Fókus

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 28. desember 2024 12:00

Eftir jólin kemur janúar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona greinir frá því á samfélagsmiðlinum Reddit að hún og maðurinn hennar fari í eyðsluafvötnun í janúar mánuði. Það geri bæði hjónabandið og fjárhaginn betri. Hún segir að jólin séu ekki einu sinni búin en henni sé strax farið að hlakka til.

„Á hverju ári förum ég og maðurinn minn í eyðslu-afvötnun í janúar,“ segir konan. „Við kaupum ekkert í matinn nema mjólk og ferska hluti fyrir strákinn, bökum brauð, tæmum búrið og frystinn og eldum allt sem er búið að safna ryki síðan við fórum óvart í búð svöng og héldum að við værum týpur til að elda allskonar vitleysu sem var svo aldrei snert.“

Bensíntankurinn verður að duga

Í staðinn fyrir að gera eitthvað sem kostar pening eru dregin upp spil. Sonurinn jafni sig á kaupæðinu og leiki sér með það sem sé til á heimilinu. Engin nýársheit sem kosta pening en gleymist síðan séu leyfð.

Ekki nóg með það þá kaupir fjölskyldan ekkert bensín á bílinn þannig að tankurinn verður að duga út mánuðinn. Þegar hann er tómur er gengið eða hjólað ef veður leyfir.

„Í enda mánaðar er hjónabandið betra, kynlíf reglulegra, fjárhagurinn heilbrigðari og leiðinlegasti mánuður ársins búinn,“ segir konan. „Við vorum bæði að tala um að jólin eru ekki einu sinni búin og okkur hlakkar til að byrja. Við elskum jólin og spanið, baksturinn og vesenið en janúar er eins og verðlaun eftir allan hamaganginn.“

Skrautlegur matur undir lokin

Eins og gefur að skilja eyðist það sem af er tekið. Segir konan að seinasta vikan verði alltaf mjög skrautleg þegar komi að matnum. „Frosnir naggar med hvítlauks kúskús og grænmetissósu hafa verið a matseðli hér og mikið hlegið að því,“ segir hún. „Í fyrra sátum við uppi með einn nautatening, valhnetur sem enginn vildi á jólunum, túnfiskdós, 2 pylsur, dós af tómatsúpu og handfylli af sænskum kjötbollum seinasta daginn og við pissuðum næstum í okkur af hlátri. Við steiktum pulsurnar og bollurnar og borðuðum það með engu, og strákurinn borðaði súpu. Hnetur í eftirrétt. Það hefur aldrei verið jafn gaman að versla í matinn og 1. febrúar.“

Borða úr frystinum í stað þess að kaupa kistu

Færslan hefur vakið mikla athygli og jákvæða. Segjast sumir netverjar ætla að prófa þetta í janúar. Einn nefnir að fleiri mættu gera þetta og ekki aðeins í janúar heldur oftar en einn mánuð á ári.

„Ég elska svona áskoranir. Þegar ég var úti að læra og maðurinn minn var farandverkamaður, einsetti ég mér að kaupa ekkert í matinn þegar hann fór í vinnutúra,“ segir ein kona. „Eitt sinn dugði maturinn í 2 vikur. Eins og þú segir, þá var maturinn orðinn æði skrautlegur undir lokin.“

„Er með fulla frystikistu og frysti allskonar bæði góðu og ekki eins góðu. Nú veit ég hvað verður í matinn í janúar,“ segir annar netverji. „Var farinn að hugsa að kaupa mér frystiskáp til viðbótar við kistuna. Svona verður maður ruglaður í stað þess að borða bara upp úr kistunni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Ölvaður vinkonuhópur eyðilagði upplifun fjölskyldu á Vitringunum 3 – „Fullt af sullinu fór yfir 9 ára dóttur mína“

Ölvaður vinkonuhópur eyðilagði upplifun fjölskyldu á Vitringunum 3 – „Fullt af sullinu fór yfir 9 ára dóttur mína“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“

Anna Svava ljóstrar upp hvar hún fékk kjólinn sem vakti svona mikla athygli – „Ég er heltekin af þessu dressi“