Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í knattspyrnu, hefur náð sögulegum árangri með liðinu í Evrópukeppninni og velta margir fyrir sér hvort hann verði fyrir valinu.
Ellý spáir fyrir Arnari og árangri hans sem þjálfara landsliðsins í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.
Verður Arnar næsti landsliðsþjálfari?
„Já,“ segir Ellý einfaldlega og fer nánar út í málið.
„Það er bara þannig, en hann þarf… það er eitthvað sem að hann er að díla við. Eitthvað á bak við tjöldin sem við vitum ekki um, kannski eitthvað samningsbundið, ég veit það ekki. En hann er maðurinn og honum gengur vel.
Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar, hann er ekki að fara í spor fortíðarþjálfara. Hann er að fara inn á einhvern akur og hann býr til leiðina, nýja leið, sem er leið að ljósi og þar er eitthvað sem við megum ekki fá að sjá en það verður mikið bjart ljós. Ljós þýðir velmegun, hamingja, sigrar, það er ljós.“
Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.
Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.