Hudson Joseph Meek, 16 ára upprennandi leikari, lést af slysförum í Alabama í Bandaríkjunum þann 21. desember síðastliðinn. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir en samkvæmt frétt AL.com féll hann úr bifreið sem hann var farþegi í. Hann var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum.
Hudson hóf leiklistarferil sinn árið 2014 þegar hann lék í jólamyndinni The Santa Con ásamt Melissu Joan Hart og Jaleel White.
Hann fór svo með hlutverk í myndinni Baby Driver árið 2017 en myndin var tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna. Hann lék svo í fleiri myndum og þáttum, til dæmis Found, Genius og MacGyver og myndinni The School Duel sem stendur til að frumsýna á nýju ári.