Ef þú ert einn af þeim sem hefur velt því fyrir þér hvernig foreldrar Kevin McCallister höfðu efni á því að búa í þessu fallegu og risastóru höll í Chicago, þá vitum við það loksins.
„Á þeim tíma töluðum við John Hughes [handritshöfundur myndarinnar] um þetta og ákváðum starf foreldranna,“ sagði Columbus í viðtali við The Hollywood Reporter.
Þó það sé aldrei tekið skýrt fram í myndinni við hvað foreldrar Kevin vinna við þá eru ýmsar vísbendingar. Eins og til dæmis dansandi gínurnar sem Kevin setti í gluggann til að plata innbrotsþjófana, en samkvæmt leikstjóranum var hún „mjög vinsæll fatahönnuður.“
En hvað með pabba Kevin?
„Pabbinn gæti hafa unnið, svona miðað við upplifun John Hughes, í auglýsingabransanum, en ég man ekki alveg við hvað hann vann.“