Ellý spáir fyrir Katrínu í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.
„Hún er undir heillastjörnu og það gengur allt vel hjá henni. Og hún á eftir að hugsa þetta á alheimsvísu, sem hún er að gera. Og henni gengur vel, hún er vel tengd og fólk leitar til hennar. Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima, ekki veit ég hvert hennar hlutverk er en hún er hokin af reynslu þessi kona. Og við þökkum henni fyrir allt sem hún hefur gert,“ segir Ellý og bætir við að hún sjái einhvern fögnuð.
„Það eru mikil fagnaðarlæti. Það er verið að óska henni til hamingju, fjölskylda hennar kemur saman, ekki veit ég fyrir hvað er verið að óska henni til hamingju, þetta er eitthvað… nýtt líf eða eitthvað, það er eitthvað þarna í kringum hana. Fjölskyldan kemur saman og fagnar með henni.“
Ellý sér bjarta tíma fram undan hjá Katrínu.
„Hún fer áfram án þess að taka þessar byrgðar fortíðar með sér, og það er ekki öllum gefið. Hún er ekki þessi bitri reiði fyrrum ráðherra, eitthvað að velta sér upp úr því sem einhver sagði eða gerði eða stóð ekki með henni, hún er ekki þar. Þess vegna getur hún farið áfram og fær eitthvað nýtt til sín.
Hún er að fara að hitta leiðtoga heims og á eftir að vera í forsvari fyrir okkur, ekki veit ég hvar hún er en þetta á allt eftir að blómstra hjá henni, hún vökvar garðinn sinn.“