Hann greinir frá þessu á Facebook. „Hollywood er magnað fyrirbæri. Fyrir tæpum þremur árum fékk ég óvænt tækifæri gegnum Eskimo og True North að skreppa norður í land í tvo daga og bregða mér í hlutverk rússnesks fangavarðar í væntanlegri stórmynd Marvel,“ segir hann.
„Allt mjög mikið leyniverkefni og fjölmennt tökulið við Mývatn, en nú er búið að frumsýna Kraven the Hunter og mínar sekúndur ódauðlegar á hvíta tjaldinu auk þess sem ég fékk að segja eitt stykki: Nyet. Þessi ferill er klárlega bara rétt að byrja…“
Horfðu á stikluna fyrir Kraven the Hunter hér að neðan.