fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fókus

Áramótaspá Ellýjar Ármanns – Spáir fyrir Valkyrjustjórninni: „Það er eins og einhver málaflokkur hjá þeim fái ekki nóg“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 26. desember 2024 09:00

Ellý Ármanns er gestur í áramótaþætti Fókuss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan Ellý Ármannsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Um er að ræða sérstakan áramótaþátt þar sem Ellý spáir fyrir mörgum þekktum andlitum sem voru til umræðu á nýliðinu ári. Til að mynda fyrrverandi forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, blaðamanninnum Þórði Snæ Júlíussyni, fyrrverandi forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur, fjölskyldunni á bak við World Class-veldið og áhrifavaldaparinu Línu Birgittu og Gumma Kíró.

Hún spáir fyrir fleiri þjóðþekktum Íslendingum en þáttinn má horfa á í heild sinni hér að neðan eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Það er gaman að segja frá því að Ellý spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar Frostadóttur í síðasta áramótaþætti Fókuss.

Sjá einnig: Ellý Ármanns spáði fyrir falli ríkisstjórnarinnar og uppgangi Kristrúnar fyrir ári síðan – Sjáðu myndbandið

„Það er ótrúlega gaman að sjá þetta rætast núna því þegar maður er spákona fær maður ekki endilega tíma. Ég fæ ekki mánuði, því við erum í svo miklu tímaleysi. Stundum er maður að einblína á eitthvað sem gerist núna, en svo gerist það kannski ekki fyrr en á næsta ári. Þannig gaman að sjá þetta rætast,“ segir Ellý.

2024 var gott ár

Ellý lítur hlýjum augum yfir liðið ár. Aðspurð hvað hafi staðið upp úr hjá henni segir hún:

„Fjölskyldan mín, það eru allir vinir og öllum líður vel. Ég vakna á daginn og ég geri bara það sem mér finnst gaman, ég geri aldrei það sem mér finnst leiðinlegt. Það er bara mitt mottó. Það er eins og það gangi allt upp. Ég er enn flugfreyja hjá Icelandair, ótrúlega gaman, svo er ég líka að mála og kenna hjá Kötlu fitness, en spákonan er einhvernveginn orðin að mínu starfi.“

Ellý segist ætla að halda áfram því sem hún er að gera á meðan eftirspurnin er til staðar. „Á meðan einhver vill mína þjónustu ætla ég að leggja mig fram að gera eins og ég get,“ segir hún.

Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín.

Valkyrjustjórnin

Um helgina mynduðu formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins ríkisstjórn sem hefur fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin.

Við spurðum Ellý: Hvernig mun stjórnarsamstarf þeirra ganga?

„Mjög vel. Það er gríðarlegur styrkur en það eru líka einhverjar áhyggjur. Það er eins og einhver málaflokkur hjá þeim fái ekki nóg, fjármagn, tekjur, peningar. Það er verið að deila einhverju niður, en það er gríðarlegur styrkur hérna.

Þetta eru eins og þrjár, ekki valkyrjur heldur ljónynjur. Þær horfa fram á við og þær vita að breytingar eru erfiðar, annars væru það ekki breytingar. Það eru einhverjar áhyggjur varðandi fjármagn en það leysist allt saman. Þetta á allt eftir að ganga vel.

Við sjáum að sú sem hefur valdið og þau sem hafa valdið, sýna hvaða karakter þau hafa að geyma. Gefðu fólki vald þá sérðu hvaða mann það hefur að geyma. Þá fáum við sjá það.“

Ellý segir að það sé ekki bara neikvætt heldur líka jákvætt. „Þetta er mjög spennandi að fylgjast með þessu, en þær eru ekki eins og ljónynjur sem standa uppi á kletti og biðja almúgann að klappa fyrir sér. Þær eru meira á sléttunni, hjá okkur hinum í jafningja- og kærleiksorku. Leiðtogar en ekki einhverjir yfirmenn.

Það er einhvern veginn allt uppi á yfirborðinu og það er svo gaman að sjá þetta og verður gaman að fylgjast með þessu. En munum að breytingar eru alltaf erfiðar, annars væru það ekki breytingar.“

Horfðu á þáttinn með Ellý hér að ofan eða hlustaðu á Spotify.

Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“

Eygló byrjaði að stunda sjálfsskaða sem barn – „Ég festist alveg í þessu og þetta varð bara verra og verra“
Fókus
Fyrir 5 dögum

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Hide picture