fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Þau giftu sig árið 2024

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. desember 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin sveif yfir árinu 2024 og fjölmörg pör staðfestu ást sína með hjónabandi, mörg eftir margra ára samband og sambúð.

Hér má sjá nokkur pör sem sögðu já og settu upp hringa á árinu og voru til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins.

Bjarmi og Bjarni
Mynd: Facebook/Karítas Guðjóns

Bjarni Snæbjörnsson, leikari og athafnastjóri með meiru og Bjarmi Fannar,  vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair, giftu sig 21. júní.

„Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir það að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum,“ segja Bjarni og Bjarmi sem hafa verið saman í nokkur ár. 

Fanney og Teitur
Mynd: Instagram

Fann­ey Ingvars­dótt­ir, markaðsfull­trúi Bi­oef­fect og fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing, og Teit­ur Reyn­is­son, viðskipta­fræðing­ur í Lands­bank­an­um, giftu sig 17. ágúst í Dóm­kirkj­unni í Reykja­vík. Veislan var haldin í Gamla bíói og stýrðu Katla Þor­geirs­dótt­ir og Fann­ar Sveins­son veislunni. 

Hjónin kynntust árið 2016 og eiga saman tvö börn.

„Að ei­lífu þín, að ei­lífu minn, að ei­lífu við,“ skrifaði Fanney á Instagram. 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Fanney Ingvarsdottir (@fanneyingvars)

Nadine og Snorri
Mynd: Blik Studio

Nadine Guðrún Yag­hi, for­stöðumaður sam­skipta og þjón­ustu hjá flug­fé­lag­inu Play, og Snorri Más­son, þingmaður Miðflokksins, giftu sig í Siglu­fjarðar­kirkju 15. júní og gaf séra Skúli S. Ólafs­son gaf hjón­in sam­an. Eftir athöfnina var marserað með lúðrasveit niður á Kaffi Rauðku þar sem veislan fór fram.

Hjón­in byrjuðu sam­an í upp­hafi árs 2022 og eiga þau von á sínu öðru barni saman, fyrir eiga þau son og Nadine á son frá fyrra sambandi. Aðspurð um af hverju þau giftu sig, sagði Nadine við Smartland:

„Með því staðfesta hjón­in að þau séu sam­an í þessu alla tíð sama hvað á dyn­ur. Svo er bara svo asna­legt að tala um kær­ast­ann sinn. Nú get ég loks­ins talað um eig­in­mann­inn minn.“ 

Barbara og Arnar
Mynd: Sunday & White Studio

Barbara Björns­dótt­ir, héraðsdóm­ari og Arn­ar Wed­holm Gunn­ars­son, fram­leiðandi giftu sig 28. júní á Hotel Villa Cari­ola sem er ná­lægt Garda­vatni á ítalíu. Pink Iceland aðstoðaði við skipulagið og sá einn eigenda, Eva María Þór­ar­ins­dótt­ir Lange, um að túlka, en ítalskur fulltrúi sýslumanns sá um að gefa hjónin saman.

Páll Óskar og Edgar
Mynd: Facebook

Poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson og Edgar Antonio Lucena Angarita giftu sig 27. mars.

„Takk, Edgar Antonio Lucena Angarita, ástin í lífi mínu og núna maðurinn minn. Allir sem þekkja mig segja það sama: þau hafa aldrei séð mig svona hamingjusaman í lífinu. Ég ætla að vera besti eiginmaður í heimi, og akkurat þegar þú heldur að ég geti ekki orðið betri fyrir þig, þá mun ég halda áfram að koma þér á óvart, bæta mig meira og verða bara betri. Cada día es un Aventura! Ég elska þig. Þinn, Palli.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Páll Óskar (@palloskar)

María og Steinar
Mynd: Elísabet Blöndal

María Thelma Smára­dótt­ir leikkona og Stein­ar Thors viðskipta­stjóri hjá Straumi giftu sig 12. október í Hallgrímskirkju og var veislan haldin á Grand Hót­el þar sem Mar­grét Rán og Páll Óskar ásamt tveimur dönsurum héldu uppi stuðinu.

Kristín Þóra og Teitur
Mynd: Facebook

Krist­ín Þóra Har­alds­dótt­ir leikkona og Teitur Skúlason lögfræðingur giftu sig að Borg á Mýrum laugardaginn 24. ágúst. Séra Guðni Már Harðar­son gaf hjón­in sam­an og Hall­grím­ur Ólafs­son, leik­ari og tón­list­armaður, sá um tónlistina.

Klara Rún og Birgir Már
Mynd : Aldís Pálsdóttir

Klara Rún Ragn­ars­dótt­ir verk­efna­stjóri hjá Miðstöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs og Birgir Már Arnórsson verk­efna­stjóri hjá Íslensk­um aðal­verk­tök­um hf. giftu sig 5. janúar hjá sýslumanni. Hjónin fóru svo í Mela­búðina þar sem Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók skemmtilegar og öðruvísi myndir af hjón­un­um inn­an um mat- og hrein­lætis­vör­ur verslunarinnar.

„Klara Rún Ragn­ars­dótt­ir og Birg­ir Már Arn­órs­son gengu í hnapp­held­una um dag­inn og óskuðu eft­ir að mynd­ir væru m.a. tekn­ar af þeim í Mela­búðinni, „svona öðru­vísi hjóna­mynd­ir“ segir í færslu Melabúðarinnar.

Sigurjón og Simona
Mynd: Sunday & White Studio

Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son og Simona Va­reikaité, hlaup­ar­ar og eig­end­ur Ultra­Form, giftu sig 6. apríl  í Innri-Hólms­kirkju í Hval­fjarðarsveit. 

Hjónin kynnt­ust í rækt­inni fyr­ir nokkr­um árum síðan og eiga eina dótt­ur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Simona Vareikaitė (@simonavarei)

Rakel og Garðar
Mynd: Instagram

Rakel Björk Björns­dótt­ir, leikkona og tónlistarkona, og Garðar Borgþórs­son, tónlistarmaður giftu sig hjá sýslumanni 5. júlí.

„Ynd­is­leg­ur dag­ur með nán­ustu vin­um og ætt­ingj­um. Byrjuðum hjá sýslu­mann­in­um kl. 11:30 þar sem lög­fræðing­ur­inn hélt um stund að ég ætlaði að gift­ast pabba mín­um. Kast! Þetta var stór­kost­leg upp­lif­un þarna í Kópa­vog­in­um. Við erum með marg­ar góðar sög­ur….en þetta var al­veg í okk­ar anda.Garðpartý, grill, söng­ur og sprell hófst um kl. 13. Síðan var ferðinni heitið út að borða í miðbæ Reykja­vík­ur með góðum vin­um. Við brúðhjón gist­um á hót­eli og borðuðum morg­un­mat í sum­ar­blíðunni. Ein­falt, pass­legt, fyndið og full­komið.“ 

Þóra Jóna og Erlingur

Þóra Jóna Jónatansdóttir og Erl­ing­ur Val­g­arðsson, myndlistarmaður, giftu sig 17. ágúst í Hannesarholti. Hjónin hafa verið par í 22 ár. 

„Við ákváðum bara að slá til og láta gefa okk­ur sam­an í Hljóðbergi í Hann­es­ar­holti. Það er í raun aldrei of seint að gifta sig. Við vild­um hafa lát­lausa at­höfn en mikla gleði og gam­an, sem varð raun­in. Börn­in okk­ar héldu utan um þetta með okk­ur og Helgi Björns mætti og tók upp­á­halds­lög­in okk­ar og hleypti fjör­inu upp, það var dansað fram á rauða nótt,“ seg­ir Erl­ing­ur í viðtali við Smartland.

Ólafía og Thomas
Mynd: Instagram

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir fyrrum atvinnukylfingur og Thom­as Bojanowski giftu sig 16. ágúst í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík. Veislan var haldin í Iðnó.

„Takk öll fyr­ir að gera dag­inn okk­ar ein­stak­an!! Við erum svo hepp­in að vera um­kringd svona ótrú­legu fólki. Brúðkaup er eitt af fáum viðburðum í líf­inu þar sem allt fólkið sem þú elsk­ar kem­ur sam­an á ein­um stað og það var súr­realískt að all­ir hafi safn­ast sam­an á Íslandi! Takk takk takk!!“

Kristrún og Árni Oddur
Mynd: Baldur Kristjánsson

Kristrún Auður Viðars­dótt­ir fjár­fest­ir og Árni Odd­ur Þórðar­son, viðskiptamaður og fyrr­ver­andi for­stjóri Mar­el, giftu sig í Dóm­kirkj­unni 14. september. Séra Sveinn Val­g­arðsson prest­ur gaf saman og Bubbi Mort­hens söng í at­höfn­inni. Veislan var haldin í Marshall-húsinu. Hjónin hafa verið saman í tvo ár.

Kristrún átti 50 ára afmæli sama dag og bauð til veislu á heimili Árna við Sólvallagötu, gestum var síðan skellt í ratleik sem endaði í Dóm­kirkj­unni. 

Rósa Signý og Bjarki
Mynd: Facebook

Rósa Signý Gísla­dótt­ir, doktor í sál­fræðileg­um vís­ind­um og vís­indamaður hjá Íslenskri erfðagrein­ingu, og Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fótboltamaður, giftu sig 16. nóvember. Hjónin hafa verið saman í 20 ár.

Ragn­ar Ísleif­ur Braga­son at­hafna­stjóri hjá Siðmennt og leik­skáld gaf hjón­in sam­an og fór at­höfn­in og veisl­an fram í Mars­hall-hús­inu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni

Gunnar Máni og fjölskylda misstu heimili sitt í Grindavík – Hálfu ári síðar missti hann vinnuna vegna eldsvoðans í Kringlunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun