Hún var aðeins tólf ára gömul þegar hún tók þátt árið 2016. Hún mætti ein á svið með ukulele og tókst að sigra hjörtu áhorfenda með frumfluttu lagi. Hún fékk gullhnappinn frá Howie Mandel og endaði með að vinna alla keppnina. Myndbandið af áheyrnarprufu hennar hefur fengið yfir 118 milljónir áhorfa.
Síðan þá hefur hún gefið út plötu, farið á tónleikaferðalag með Imagine Dragons og Florence and the Machine. Hún lék einnig í sinni fyrstu mynd, Disney myndinni Stargirl, árið 2020.
Í dag er Grace tvítug og er enn í tónlistinni. Hún gaf nýverið út smáskífuna What’s Left Of Me.
Hún lék nú síðast í kvikmyndinni Megalopolis sem kom út fyrr á árinu.
Grace er einnig virk á samfélagsmiðlum og birti brot úr nýja laginu sínu á Instagram.
Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.
View this post on Instagram