fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

„Ég fór að hágráta þegar við fengum staðfest að það væri ennþá hjartsláttur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 24. desember 2024 11:00

Eygló Mjöll og Sævar Hilmarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eygló Mjöll Óladóttir er fjögurra barna móðir. Elsti drengurinn er átta ára og stúlkan, sem er yngst, er fimm mánaða gömul.

Hver meðganga og fæðing var ólík hinum og hefur Eygló gengið í gegnum allan skalann. Fæðing elsta drengsins var mjög erfið og mikið áfall fyrir hana, hann fæddist með fæðingargalla og voru fyrstu dagarnir þungbærir. Fæðing yngsta barnsins var andstæðan en Eygló fæddi stúlkuna heima fyrir í faðmi fjölskyldunnar.

Eygló er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún ræðir um allar meðgöngurnar og fæðingarnar í þættinum sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify. Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Sjá einnig: Fyrsta stefnumótið var fyrir tíu árum á Litla-Hrauni:„Ég fór þarna út með hjartað í brókinni og stjörnur í augunum“

Eygló var tvítug þegar hún varð fyrst ólétt og 21 árs þegar drengurinn fæddist. Hún segir að sú meðganga hafi ekki verið áætluð en henni þó verið tekið fagnandi.

Í tólf vikna sónar fengu þau erfiðar fréttir að drengurinn væri með gastroschisis, sem er meðfæddur galli þar sem hluti af kviðarholslíffærum liggur utan kviðar.

Eygló segir að þau hafi verið hrædd og ekki vitað við hverju þau ættu að búast við.

Hún fór sjálf af stað þegar hún var komin rúmlega 35 vikur á leið. Hún átti planaðan keisara þegar hún yrði gengin 37 vikur og var því ekki að búast við að fæða drenginn öðruvísi.

Eygló ræðir nánar um fæðinguna í spilaranum á mínútu 4:12.

Blæddi mikið

Meðganga miðjudrengsins gekk vel en fæðingin tók langan tíma. Eygló missti alla tilfinningu í öðrum fótleggnum eftir að hafa fengið of mikið af mænudeyfingu.

Síðan varð hún ólétt af þriðja drengnum og var það erfiðasta meðgangan.

„Þetta byrjaði vel, við tilkynntum á Facebook að þriðja barnið væri á leiðinni. Fórum í 12 vikna sónar og allt tipp topp, svo vorum við að keyra og að fara að borða, ég stóð upp og fannst eins og ég hafi pissað á mig,“ segir hún. En það var blóð og það blæddi mjög mikið. Blóðið var svo þunnt og mikið að hún þurfti að skipta margsinnis um föt og var mjög smeyk.

Eygló hringdi í ljósmóður sem sagðist gruna að Eygló væri að missa vatnið og að þetta væri líklegast fósturlát. En þar sem það hætti ekki blæða ákváðu þau að fara upp á spítala. Þá kom í ljós að fóstrið var ekki látið.

„Ég fór að hágráta þegar við fengum staðfest að það væri ennþá hjartsláttur,“ segir hún. „Það var eins og smá partur úr fylgjunni hafi rifnað og það var að blæða úr sárinu.“

Eygló og Sævar eiga fjögur börn saman. Mynd/Instagram

Mátti ekki halda á sonunum

Við tóku erfiðir sex mánuðir en eftir þetta mátti Eygló lítið gera. Hún mátti ekki sinna heimilisverkum og það sem var erfiðast var að hún mátti ekki lyfta neinu, ekki einu sinni litlu drengjunum sínum.

„Ég fann ekkert fyrir verkjum, það var eins og ekkert væri að. Ég mátti bara ekki gera neitt upp á hættuna sem getur orðið ef það myndi eitthvað meira rifna,“ segir hún.

Eygló segir að þetta hafi verið mjög erfitt en hún hafi að sjálfsögðu fylgt fyrirmælum læknanna, hún vildi ekki taka neina áhættu barnsins vegna. Hún fór síðan af stað, gengin tæplega 37 vikur, og kom drengurinn með hraði.

Heimafæðing

Eftir þrjár mjög ólíkar fæðingar ákvað Eygló að hana langaði að fæða næsta barn heima. Það gekk vonum framar að sögn Eyglóar og tók unnusti hennar við stúlkunni.

„Þetta gekk svo ótrúlega vel og ég var mjög spennt. Þetta var ótrúlega heimilislegt. Mér fannst þetta mjög næs,“ segir hún.

Eygló ræðir þetta allt saman í spilaranum hér að ofan, þú getur einnig hlustað á Spotify .

Fylgstu með Eygló á Instagram og hlustaðu á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Hide picture