fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Ölvaður vinkonuhópur eyðilagði upplifun fjölskyldu á Vitringunum 3 – „Fullt af sullinu fór yfir 9 ára dóttur mína“

Fókus
Mánudaginn 23. desember 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona lýsir ömurlegri upplifun á Vitringunum 3 þökk sér ölvuðum og háværum vinkonuhóp sem hellti víni yfir hana og níu ára dóttur hennar. Ekki nóg með það þá sló ein þeirra aðra dóttur konunnar í höfuðið með töskunni, án þess að taka eftir því.

Vitringarnir 3 eru tónleikar með Jógvan Hansen, Eyþóri Inga og Friðriki Ómari ásamt hljómsveit og gestum.

Konan greindi frá þessu í Facebook-hópnum Mæðra tips um helgina og bað fólk um að sýna öðrum tillitsemi.

„Af gefnu tilefni langar mig að benda fólki á að þegar við erum að mæta á skemmtiviðburði eins og til dæmis jólatónleika þá viljum við öll fá að njóta okkar og skemmta okkur – ekki bara þið,“ segir hún.

„Í gær fórum við stórfjölskyldan á jólatónleika. Gerum það á hverju ári og alltaf jafn gaman. Nema í gær.

Fyrir ofan okkur situr vinkonuhópur – vel hress. Vinkonurnar töluðu hátt og mikið þegar þær komu inn – og þannig var það alla tónleikana. Endalaust talað. Hátt og mikið! Heilu sögurnar sagðar!

Við heyrðum ekki alltaf það sem sagt var á sviðinu og stundum heyrðum við ekki heldur í þeim sem voru að syngja á sviðinu.

Því þegar hópur af raddsterkum konum kallar sín á milli í hrókasamræðum og/eða syngur hástöfum með þá nær það að yfirgnæfa míkrófóninn. Ótrúlegt en satt.“

Konur flykkjast á Vitringana 3 - „Út með mennina í desember” - DV

Hún segir að nokkrar þeirra hafi reyndar gert smá hlé á spjallinu, en hafi þá öskrað eða öskursungið með tónlistinni.

„Þær sussuðu svo hver á aðra inni á milli. Sérstaklega undir lokin. Og aðrir sussuðu.  Og ég sussaði.

Fólk lét vita að þær væru að trufla en nokkrum þeirra var bara alveg sama. Þær voru þarna til að skemmta SÉR! Skítt með aðra!

Ég söng alveg með en ég öskraði ekki. Fullt af fólki söng með. En öskraði ekki.“

Öskrin meiddu hljóðhimnuna

Konan segir að fólk geti vissulega talað saman en það sé auðveldlega hægt að gera það án þess að trufla aðra.

„Ég kommentaði á hitt og þetta við sessunaut minn en truflaði ekki aðra. Ég sá annað fólk hvísla sín á milli en ég heyrði ekkert hvað sagt var.

Við hin nefnilega töluðum lágt. Tókum tillit til annarra gesta og gestgjafa líka og vorum ekki að trufla.

En þær gerðu það! Og öskrin meiddu alveg stundum hljóðhimnuna.“

Spörkuðu og sulluðu niður

Ekki nóg með að vera með mikinn hávaða þá voru þær líka að sparka í sæti þeirra, hella niður áfengi og sulla á annað fólk.

„Svo spörkuðu þær mikið í sætin okkar. Það var ekkert sérstaklega skemmtilegt.

Og alveg frá upphafi tónleika var áfenginu skvett í allar áttir.  Eitt sull hér og eitt sull þar.

Ópalskot-flöskur flugu á gólfið, með og án tappa. Glös líka.

Allt á floti í röðinni fyrir ofan okkur og undir sætunum okkar. Við að skvampa í pollum. Ekkert eins og eftir steypiregn en nóg til að það væri blautt.

Það var mjög trufandi að heyra í glösum, flöskum, töskum, veipi og öðru detta í gólfið í miðjum lögum og það var líka truflandi að leita að þessu undir sætunum okkar, með vasaljós á lofti og tilfærslur. Þetta var vægast sagt ömurlegt!“

Sló dóttur hennar

Vinkonuhópurinn sullaði áfengi yfir níu ára dóttur konunnar. „Fullt af sullinu fór yfir 9 ára dóttur mína og var pilsfaldurinn eitt jólaglögg að aftanverðu. Sokkabuxur og skór líka. Hún er 9 ára!! Aðrir fjölskyldumeðlimir voru heppnari. Þar var meira bara svona „blettasull.““

Konan beinir nú orðum sínum til vinkvennanna.

„Ég vona, í alvöru (og trúi ekki öðru) en að þið hafið skemmt ykkur vel. Ég bið ykkur þó, ef þið lesið þetta, að hugsa ykkar gang áður en þið farið á viðburði aftur saman þar sem annað fólk er til staðar – nema þið séuð að fara á skemmtistað um miðja laugardagsnótt í miðbæ Reykjavíkur, þá megið þið alveg gera þetta allt en annars ekki.

Já og eitt í lokin. Lætin voru svo mikil að ein þeirra sló aðra dóttur mína í höfuðið, með sennilega töskunni sinni, og það nokkuð harkalega, þegar við vorum öll að standa upp í uppklappinu. Yndislegt!“

Hlustaðu hér á nýtt jólalag með Baggalúti og sérstökum leynigesti - DV
Jólatónleikar Baggalúts hafa lengi verið vinsælir.

Höfðu svipaða sögu að segja

Aðrar konur höfðu svipaða sögu að segja af öðrum jólatónleikum.

„Við fórum heim í hléinu af Baggalútstónleikunum í fyrra. Þá var meðal annars búið að bjóða manninum mínum kókaín af blindfullum vinahóp við hliðina á okkur sem var líka að fá sér í nös á tónleikunum. Galið dæmi,“ sagði ein.

„Ég sneri mér einmitt einu sinni við á Baggalút og sagði að ég hefði meiri áhuga á að hlusta á þá en hvað einhverjir vinir hennar vildu fá í jólagjöf og eitthvað…. Óþolandi þegar fólk getur ekki sleppt því að vera bara að kjafta um allt og ekkert á miðjum tónleikum!“ sagði önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu