fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Jónas tætir tónleika Frostrósa í sig: „Fékk mig frekar til að kúgast en klappa“

Fókus
Mánudaginn 23. desember 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistargagnrýnandinn Jónas Sen mætti á hátíðartónleika Frostrósa sem fram fóru í Eldborgarsal Hörpu síðastliðinn föstudag. Jónas skrifar dóm um tónleikana sem birtist á vef Vísis í morgun en ef marka má dóminn hefur Jónas oft skemmt sér betur.

Hann tekur fram í byrjun umfjöllunarinnar að hann hafi aldrei mætt á tónleika Frostrósa meðan þeir voru árviss viðburður á árunum 2002 til 2013 og ekki heldur þegar hefðin var endurvakin í fyrra. „Ef marka má tónleikana á föstudagskvöldið í Eldborg í Hörpu, þá hefur maður ekki misst af miklu,“ segir hann.

Jónas segir að ekki hafi vantað íburðinn og þarna hafi verið nokkrir kórar, einsöngvarar og hljómsveit.

„Útkoman á að vera töfrakennd en var það því miður ekki á föstudagskvöldið. Nokkrir ástsælir jólasöngvar rötuðu vissulega inn í dagskrána, en þeir voru yfirleitt settir upp með óþarfa tilgerð,“ segir hann og bætir við að ekki hafi verið um neina „smáræðis tilgerð“ að ræða.

„Nánast allt var á háa C-inu, ef þannig má að orði komast. Ó helga nótt var svo yfirkeyrð og væmin, með útbólgnum hljómsveitareffektum og ýktum söng, að ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið.“

Hann segir að Himnarnir opnast, eftir John Barry, þar sem aðeins karlarnir sungu, hafi verið „óttalegt sterabaul“.

„En verst af öllu var Heyr, himnasmiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sálmur sem einkennist af auðmýkt og andakt. Hann var svo ofboðslegur hér, eins og skrumskæling á lokahnykknum í óperu eftir Wagner, að hann fékk mig frekar til að kúgast en klappa.“

Jónas segir að þrátt fyrir þetta hafi tónleikarnir ekki verið alsæmir og sumt virkað ágætlega. Nefnir hann til dæmis Hugurinn fer hærra eftir Gloriu Estefan, í flutningi Heru Bjarkar og Margrétar Eir, sem hafi verið gætt viðeigandi tilfinningu.

Samandregið segir Jónas að þetta hafi ekki verið neitt sérstakir tónleikar, en eitt og eitt atriði hafi verið í fínu lagi þó heildarsvipurinn væri ósannfærandi.

„Skrifast það fyrst og fremst á tónlistarstjórn og útsetningar Karls Olgeirssonar, sem einkenndust af væmni og yfirborðsmennsku, svo mjög að það fór um mann aftur og aftur,“ segir hann og gefur tónleikunum tvær og hálfa stjörnu af fimm.

Dómur Jónasar á Vísi um hátíðartónleika Bríetar í Hörpu þann 8. desember síðastliðinn vöktu talsverða athygli á dögunum. Sagði hann að söngstíll Bríetar hafi verið einkennilegur og engu líkara en að söngkonan „syngi í gegnum nefið“ eins og hann orðaði það. Umfjöllun Jónasar vakti talsvert umtal eins og DV greindi frá.

Dóm Jónasar um tónleika Frostrósa má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“