fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Fókus
Mánudaginn 23. desember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Björnsson er 33 ára strákur úr Breiðholti. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman. Atli er yngstur af fjórum bræðrum sem ólust upp hjá einstæðri móður.

„Það var mikið fjör oft en mamma var grjóthörð, miklu harðari en ég nokkurn tíman. Hún vann alltaf mikið til að eiga mat fyrir okkur,“ segir hann.

Þegar Atli var tíu ára lenti hann í áfalli sem varð til þess að hegðun hans breyttist alfarið. Hann mætti ekki í skólann, fór að leggja í einelti og brjótast inn í geymslur.

„Ég var bara fáviti. Mamma sagði að þarna hætti hún að sjá Atla sem hún þekkti og sá aðra hlið á mér,“ segir hann.

Himnarnir opnuðust

Unglingsárin voru erfið og Atli fór að leita leiða til að flýja líðan sína.

„Ég fór að reykja hass, fann ekkert fyrstu þrjú skiptin en hélt samt áfram. Þegar örvandi efnin komu svo inn opnuðust himnarnir hjá mér og ég gat verið þykjustunni útgáfa af mér, félagsfælnin hvarf og ég gat verið meðal fólks,“ segir hann.

Var með byssur heima

Með aukinni neyslu örvandi efna kemur paranoja og Atli þekkir það ástand vel.

„Ég hélt alltaf að það væri einhver á eftir mér. Ef ég sá flugu hélt ég að það væri myndavél að njósna um mig. Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima. Það var samt enginn á eftir mér,“ segir hann.

Dæmdur í fangelsi

Atli sankaði að sér dómum fyrir ölvunarakstra, vopnalaga- og fíkniefnabrot.

„Ég vissi að ef ég færi í meðferð og sýndi fram á að ég væri að snúa við blaðinu yrði það tekið til greina þegar ég þyrfti að fara inn. Ég var kominn með sex ára dóm í heildina,“ segir hann.

Atli fór á Hlaðgerðarkot og var þar í tvo og hálfan mánuð, í stað þriggja mánaða. Hann fór út og beint á barinn.

„Daginn sem ég hefði átt að útskrifast af Hlaðgerðarkoti kom löggan og sótti mig til að hefja afplánun,“ segir hann.

Fannst betra að vera á Litla-Hrauni

Hann var þurr í fangelsi. Fyrst var hann á Hólmsheiði og var mikið einn í klefanum sínum, einangraði sig og var hræddur en á Litla-Hrauni hitti hann félaga og opnaði sig meira og leið betur.

„Ég myndi alltaf velja Litla-Hraun fram yfir Sogn þó það sé opið fangelsi. Þú getur, jú, labbað út úr húsinu en það er bara geymsla. Það er miklu meira í boði og að gera á Hrauninu. Þar er vinna í boði til dæmis,“ segir hann.

Það sem bjargaði lífi Atla, að hans sögn, er Batahúsið. Tveimur árum eftir afplánun fór hann í meðferð eftir að hafa keyrt sig í kaf.

„Ég fékk inn í Batahúsið og fékk fljótlega tilgang. Það er mikið utanumhald og dagskrá. Allt sem ég þurfti. Ég lærði muninn á að vera þurr og vera edrú í bata.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi

Dallas-stjarna í heimsókn á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund

Þetta pöntuðu Íslendingar sér á Wolt á árinu – Dýrasta pöntunin kostaði 136 þúsund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng

Ólétt örfáum vikum eftir að hafa ættleitt ungan dreng
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“