fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Fókus
Sunnudaginn 22. desember 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill sem Marta María Jónasdóttir birti á mbl.is um klæðaburð nýju ráðherranna á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær hefur vakið ólgu. Þar sagði Marta um klæðaburð nýja forsætisráðherrans okkar, Kristrúna Frostadóttur:

„Kristrún klæddi sig upp á í til­efni dags­ins og skartaði 144.000 króna kjól úr 100% Viscose. Kjóll­inn er frá ít­alska tísku­merk­inu MSGM sem er vandað og vel saumað og býður oft­ar en ekki upp á klæðileg snið. 

Við kjól­inn var Kristrún í rauðum skóm og var hárið vel blásið við. Skórn­ir eru frá ís­lenska skó- og tösku­merk­inu Kalda og heita Peki. Það er aug­ljóst að Kristrún er að fá hjálp með fata­val því það hef­ur stór­batnað síðustu mánuði. Hún klædd­ist til dæm­is 54.000 króna pallí­ettu­blússu frá Polo Ralph Lauren á kosn­ing­a­nótt­inni, sem keypt var í Mat­hilda í Smáralind, og Smart­land greindi frá því að hún hefði neglt sig inn í rík­is­stjórn í þess­ari föngu­legu flík.“

Ýmsir netverjar fetta fingur út í þá háttsemi Mörtu að verðleggja klæðnað ráðherranna en það er þó reiðilestur Mörtu um klæðaburð Ingu Sælands, nýs félags- og húsnæðismálaráðherra, sem helst fer fyrir brjóstið á lesendum. Marta skrifar:

„Næsta verk Ingu Sæ­land er að fá sér stíl­ista. Á meðfylgj­andi ljós­mynd­um sést hún í svört­um skóm sem ná upp að ökkla og er í 40 den sokka­bux­um við. Slík­ir skór ganga ekki við pils eða kjóla og alls ekki þegar fólk tek­ur við ráðherra­embætti. Þótt það sé nap­urt á Álfta­nesi eins og var í gær þá mega slík­ar boms­ur alls ekki sjást á tröpp­um Bessastaða. Fólk not­ar ökla­skó við síðbux­ur og helst við hvers­dags­leg­ar at­hafn­ir. Betra hefði verið að klæðast hefðbundn­um spari­skóm með nokk­urra sentí­metra háum hæl. Skórn­ir frá Tam­ar­is hefðu til dæm­is átt vel, þægi­leg­ir en samt pen­ir. 

Fólk í ráðherra­embætt­um þarf að klæða sig á viðeig­andi hátt. Það má al­veg minna á að starf­inu fylg­ir vald og ákveðin virðing og þarf slíkt að end­ur­spegl­ast í fata­vali, förðun og hár­greiðslu.“

Segir skrifin ekki vera smart

Mikil umræða er um þennan Smartlandspistil á Facebook-síðu Hringbrautar og þar gefur kona tóninn með þessum ummælum:

„Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

„Marta Smarta þarf að læra að þegja ef hún hefur ekkert gott að segja,“ karlmaður.

Á Facebook-síðu Smartlandsins eru mjög hörð viðbrögð við pistlinum, en ummæli eru alls 73, flest neikvæð. Það sama má segja um Facebook-síðu mbl.is, þar sem eru yfir 100 ummæli. Ein kona segir:

„Afskaplega ósmekklegt hjá MBL  – Við hlustum á hvað þessar flottu konur hafa fram að færa en metum þær ekki eftir klæðaburði“

Önnur undrast predikunartóninn í fréttinni og segir auk þess:

„Ef það á að spá í í fatavali kvenna þá þarf að gera það með greinandi hætti en ekki svo dæmandi, og þá sérstaklega ekki að taka eina konu fyrir eins og Inga Sæland er tekin fyrir í þessari frétt.“

Margir gagnrýna það að athyglinni sé beint að klæðaburði stjórnmálakvenna með þessum hætti en Arndís Björnsdóttir er ekki sammála því. Má segja að hún taki upp hanskann fyrir Mörtu:

„Er ekki allt í lagi að tala aðeins um fatnað þessara föngulegu kvenna? Þær eru glæsilegar, hver á sinn hátt. Óska þeim velfarnaðar í nýjum störfum.“

Önnur kona segir hins vegar:

„Það er ótrúlegt þetta fatatal sem byrjaði í forsetakosningabaráttunni. Mér er nákvæmlega sama um hvað föt þessa fólki kostuðu, finnst þau öll voða fín. Man ekki til þess að tíundað hafi verið hvað föt karlanna kostuðu og ekkert um föt karlframbjóðenda svona yfirleitt. Forsetagæinn lenti jú í umtali vegna þess að hann var í brúnum skóm og blárri skyrtu. En það eru víst einhverjir sem vinna við að greina fatnað frammáfólks.“

Og ein segir:

„Finnst athugasemdir um hvað fatnaður einstaklings eða fólks kostar niðrandi og fyrir neðan þeirra virðingar, sama hvort það sé Forseti Íslands, Ráðherrar eða almennur borgari. Skil ekki hver meiningin er með þessum skrifu. Kjólinn er glæsilegur og fer Forsetisráðherra vel. Afhverju er ekki fatnaður hinna á myndinni verðlagður þá líka ?“

Síðan er það kona sem finnst vera eineltisbragur á skrifunum:

„MMWJ skrifar þennan ómerkilega pistill á sinn hátt og smættar fólk að venju sem henni hugnast ekki. Minnir á eineltis týpuna í skólanum forðum daga. Ömurð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu

Edda gefur töskusafn sitt til styrktar Kvennaathvarfinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk

Dóttir Margrétar og Ísaks komin með nafn – Skírnartertan eins og listaverk