fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Ofuraðdáandi Swift – Mætti á 22 tónleika Eras Tour og eyddi 14 milljónum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 21. desember 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og grínistinn Nikki Glaser er líklega einn mesti aðdáandi tónlistarkonunnar Taylor Swift sem hægt er að finna.

Síðastliðin tæp tvö ár hefur Glaser mætt á 22 tónleika í Eras Tour tónleikaferðalagi Swift og áætlar Glaser að hún hafi eytt um 100.000 dölum í herlegheitin eða tæpum 14 milljónum króna.

„Ég vil hafa það á hreinu að í þeirri tölu er ferðakostnaður, hótel og ég hef einnig boðið öðrum með mér, miðar og varningur,“ segir Glaser við People.

Segir hún upphæðina sem hún eyddi vera „vel þess virði,“ og bætir við: „Ég hefði alveg borgað meira.“ 

Sló met með tónleikatúrnum

Glaser segir að það sé gaman að sjá að Swift sló met með tónleikaferðalaginu, sem stóð yfir í 21 mánuð. Fyrstu tón­leik­arn­ir voru haldn­ir í Arizona í Banda­ríkj­un­um 17. mars 2023 og þeir síðustu í Vancou­ver í Kan­ada 15. desember 2024. Á 149 tónleikum seldust miðar fyr­ir rúma 2 millj­arða dala eða ná­kvæm­lega 2.077.618.725 dali. Það jafn­gild­ir um 280 millj­örðum króna.

„Ég elska að upphæðin er gefin upp alveg upp á dal og ég get séð mína eigin peninga í þeirri tölu og verið: „Já, þarna eru þeir,“ segir Glaser.

„Ég réttlæti þennan kostnað með því að ég á ekki börn og það er eitthvað sem ég ákvað meðvitað að gera ekki, og það var eitthvað sem ég átti erfitt með,“ segir Glaser, sem er í sambandi með framleiðandanum Chris Convy.

„Þetta var ekki auðveldasta ákvörðunin. Það var hluti af mér sem var eins og: „Mig langar í börn,“ en þau passa bara ekki inn í líf mitt. Og svo til þess að mér líði betur með ákvörðunina fletti ég upp hvað það kostar að ala upp barn. Og svo þegar ég sá þá tölu hugsaði ég: „Það er ekkert mál fyrir mig að eyða þessu í Taylor Swift. Fólk eyðir svo miklu í börnin sín í íshokkí í fimm ár. Svo þetta er allt í lagi,“ segir hún.

„Fólk sem er að setja út á þessa eyðslu mína, það er bara afbrýðisamt. Og ég skil það, ég öfunda fólk alltaf. En það er enginn sem skammar nokkurn tíma fólk fyrir að eignast börn og segir: „Ó, hvílík peningasóun, þú ert að eyða peningunum þínum. En af einhverjum ástæðum, þegar ég fer á 22 Taylor Swift tónleika, þá er fólk: „Þú ert svo mikil forréttindakelling. Hvernig dirfist þú að eyða þessum peningum.“

Og ég er bara: „Átti ég að bjóða þér? Ég þekki þig ekki.“ Ég skil þetta ekki, ef ég hefði ekki keypt miða á 6000 dali, þá hefði einhver fjárvörslusjóður eða einhvers konar vogunarsjóðsstjóri keypt hann fyrir frænku sína. Ég vildi að heimurinn væri sanngjarnari. Ég vildi að það væri lottó. Ég vildi það virkilega.“

Glaser var gestur í The Kelly Clarkson Show í október 2023 og sagðist þá búin að fara á níu tónleika og eyða 25 þúsund dölum.

„Þetta fyllir líf mitt svo mikilli gleði. Ég er rúmlega þrítug. Ég á engin börn og ég reiknaði út og ef ég ætti börn myndi ég vera að borga fyrir dansbúðir og sundkennslu.“

Eftir að tónleikaferðalaginu lauk greiddi Swift 197 milljónir dala í bónusa til allra sem unnu við tónleikaferðalagið,  þar á meðal vörubílstjórar, veitingamenn, tæknimenn, sölumenn, framleiðslufólk og aðstoðarmenn, smiðir, dansarar, hljómsveit, öryggisverðir, danshöfundar, flugeldamenn, töframenn, förðunar- og hármeistarar, stílistar, sjúkraþjálfarar og myndbandsteymi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“