fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Blake Lively kærir Baldoni fyrir kynferðislega áreitni á tökustað – Vildi ekki fleiri kynlífsatriði

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 21. desember 2024 22:00

Tökur á myndinni. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska Hollywood stjarnan Blake Lively hefur kært samleikara og leikstjóra sinn Justin Baldoni fyrir kynferðislega áreitni. Segir hún Baldoni meðal annars hafa sýnt henni nektarmyndir af öðrum konum og talað við hana um klámfíkn sína.

TMZ greinir frá þessu.

Lively, sem er 37 ára, er best þekkt fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl en einnig kvikmyndir á borð við The Shallows og The Town. Lively er gift leikaranum Ryan Reynolds.

Lively lék aðalhlutverkið í kvikmynd Baldoni, It Ends With Us, sem kom út á þessu ári. Baldoni lék hitt aðalhlutverkið og leikstýrði myndinni.

„Eitrað andrúmsloft“

Að sögn Livley gerði Baldoni andrúmsloftið við kvikmyndatökurnar eitrað. Hafi hann meðal annars sýnt henni ljósmyndir og myndbönd af nöktu kvenfólki og talað við hana um klámfíkn sína.

Einnig segir hún að Baldoni hafi viðhaft óviðeigandi ummæli um þyngd hennar. Sem og óviðeigandi ummæli um látinn föður hennar, Ernie Lively, sem einnig var leikari. Þá hafi hafi Baldoni viðhaft kynferðisleg ummæli um aðra leikara og starfsfólk sem vann að kvikmyndinni.

Var ástandið á vinnustaðnum orðið svo slæmt að sögn Lively að hún og eiginmaður hennar báðu um krísufund eins og segir í kærunni. Vildu þau stöðva þessa hegðun leikstjórans og aðalleikarans.

Vildi ekki bæta við kynlífsatriðum

Einnig var beðið um að ekki yrði bætt við fleiri kynlífsatriðum, munnmakaatriðum og fullnægingaratriðum við þau atriði sem Lively hafði þegar samþykkt í samningi við upphaf kvikmyndagerðar.

Kvikmyndaverið Columbia samþykkti þetta en engu að síður héldu deilur áfram á milli Lively og Baldoni, meðal annars um hvernig kvikmyndin skyldi markaðssett. Segir Lively að Baldoni og hans teymi hafi farið í ófrægingarherferð gegn sér.

Lively með „stjörnustæla“

Baldoni hefur hafnað ásökununum og sagt þær tilbúning frá rótum. Hafi þær verið settar fram í þeim eina tilgangi að særa á opinberlegan máta.

Að hans sögn er kæran einnig sett fram til þess að reyna að „endurreisa slæmt orðspor“ Lively. En orðrómar hafa verið uppi um stjörnustæla Lively við kvikmyndatökur.

Baldoni heldur því fram að Lively hafi hótað að mæta ekki í tökur og hótað að taka ekki þátt í að markaðssetja myndina. Það hafi orsakað að myndin hafi fengið mjög neikvæða athygli þegar hún kom út í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“