Stone, sem er 37 ára, greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni en hún á þegar dótturina Violet, sem er þriggja ára, og soninn Sackleton, sem er tveggja ára, með eiginmanni sínum Cody DaLuz.
Þau ættleiddu svo soninn Bear sem þau fengu í hendurnar fyrir tveimur vikum, en hann er aðeins tveggja mánaða.
Stone og Cody eru búsett í Nashville í Tennessee en hann er fyrrverandi hermaður. Þau kynntust á flugvelli í Mið-Ameríkuríkinu Belís árið 2020 þegar Stone var að bíða eftir flugi til Bandaríkjanna eftir tónleika í landinu.
Stone hefur látið hafa eftir sér að hún vilji eignast sjö börn og má því segja að hún sé ágætlega á veg kominn með það markmið sitt.
View this post on Instagram