Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur og fjárfestir, og Árni Hauksson fjárfestir eru nýtt par.
Samkvæmt heimildum Smartlands hefur parið verið að hittast síðan í haust.
Kristín er lögfræðingur og sáttamiðlari. Hún er með MHRM í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði, MA diploma í sálgæslufræðum og próf í verðbréfamiðlun. Kristín er einnig jógakennari. Kristín var framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi. Hún sat í stjórn Baugs og hefur lengi starfað sem lögfræðingur, en hún er systir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fjárfestis.
Árni er verkfræðingur og hefur komið víða við í viðskiptalífinu. Árið 1996 var hann fjármálastjóri hjá útgáfufélaginu Frjálsri fjölmiðlun, sem gaf meðal annars út DV.