Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður og borgarfulltrúi Flokks Fólksins greinir frá því á Facebook-síðu sinni að eldri bróðir hennar Björn Baldursson lögmaður, sem yfirleitt var kallaður Bjössi, sé látinn.
Í færslu Kolbrúnar kemur fram að Björn lést 11. desember síðastliðinn en hann fæddist 29. mars 1948.
Björn var elstur fjögurra systkina en Kolbrún yngst. Hún segir um bróður sinn í færslunni:
„Við skilnað foreldrana tók hann að einhverju leyti að sér föðurhlutverkið gagnvart litlu systur sinni en um Bjössa má segja þegar farið er yfir bernskuárin að hann var sannarlega góður bróðir.“
DV sendir Kolbrúnu og öðrum fjölskyldumeðlimum Björns auk vina hans innilegar samúðarkveðjur.