fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Fókus

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. desember 2024 14:30

Katrín og Vilhjálmur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Vil­hjálm­ur Bretaprins og Katrín prins­essa birtu árlegt jólakort fjöl­skyld­unn­ar á Instagram í gær.

„Óskum ykkur virkilega gleðilegra jóla og nýs árs,“ segir við myndina af hjónunum ásamt börnum þeirra þremur, George, Charlotte og Louie.

Jólakveðjan birtist á Instagram í gær, en var eytt stuttu seinna. Bresku miðlarnir skrifuðu að sjálfsögðu strax fréttir um bollaleggingar sínar af hverju myndinni var eytt. Var hún síðan birt aftur nokkru seinna og var þá búið að eiga við hana þannig að fókusinn var skýrari á fjölskylduna.

Myndin í ár er ekki tekin sérstaklega fyrir jólahátíðina, heldur birtist hún í myndbandi sem William Warr tók fyr­ir hjón­in og birt var 9. september síðastliðinn þegar þau tilkynntu að Katrín hefði lokið lyfjameðferð við krabbameini sem hún greindist með í byrjun árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Í gær

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni