Hjónin Vilhjálmur Bretaprins og Katrín prinsessa birtu árlegt jólakort fjölskyldunnar á Instagram í gær.
„Óskum ykkur virkilega gleðilegra jóla og nýs árs,“ segir við myndina af hjónunum ásamt börnum þeirra þremur, George, Charlotte og Louie.
View this post on Instagram
Jólakveðjan birtist á Instagram í gær, en var eytt stuttu seinna. Bresku miðlarnir skrifuðu að sjálfsögðu strax fréttir um bollaleggingar sínar af hverju myndinni var eytt. Var hún síðan birt aftur nokkru seinna og var þá búið að eiga við hana þannig að fókusinn var skýrari á fjölskylduna.
Myndin í ár er ekki tekin sérstaklega fyrir jólahátíðina, heldur birtist hún í myndbandi sem William Warr tók fyrir hjónin og birt var 9. september síðastliðinn þegar þau tilkynntu að Katrín hefði lokið lyfjameðferð við krabbameini sem hún greindist með í byrjun árs.