Dóttir kappans, Trinity Rodman, sem er ein besta knattspyrnukona Bandaríkjanna, gagnrýndi föður sinn harðlega í viðtalinu fyrir að hafa ekki verið til staðar fyrir hana þegar hún var yngri.
Sjá einnig: Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni
Gagnrýndi hún hann fyrir að hafa ekki veitt fjölskyldu sinni nægilegan fjárhagslegan stuðning og látið sig hverfa mánuðum saman. Þetta varð sérstaklega slæmt eftir að Dennis og eiginkona hans, Michelle Moyer, skildu árið 2012 en þá var Trinity aðeins tíu ára,
„Ég lít ekki á hann sem pabba. Við erum blóðskyld en ekkert annað,“ sagði hún.
Dennis hefur nú svarað dóttur sinni en það gerði hann í yfirlýsingu sem hann birti á Instagram. Bað hann hana afsökunar á því að hafa ekki verið sá faðir sem hún vildi að hann væri. Hann hafi reynt að gera betur og muni reyna það áfram þó einhverjir hafi hvatt hana til að svara ekki þegar hann hringir.
Bætti Dennis við að hann sé mjög stoltur af henni og horfi á alla leiki sem hún spilar.
Trinity spilar með Washington Spirit og á 46 landsleiki að baki fyrir Bandaríkin þrátt fyrir aðeins 22 ára. Hún var tilnefnd sem besta knattspyrnukona heims fyrr á þessu ári og vann gullverðlaunin með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum í sumar.