fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Fókus

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Fókus
Föstudaginn 20. desember 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski körfuboltakappinn Dennis Rodman, margfaldur NBA-meistari, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að dóttir hans sendi honum ískaldar kveðjur í hlaðvarpsviðtali á dögunum.

Dóttir kappans, Trinity Rodman, sem er ein besta knattspyrnukona Bandaríkjanna, gagnrýndi föður sinn harðlega í viðtalinu fyrir að hafa ekki verið til staðar fyrir hana þegar hún var yngri.

Sjá einnig: Dennis Rodman fær það óþvegið frá dóttur sinni

Gagnrýndi hún hann fyrir að hafa ekki veitt fjölskyldu sinni nægilegan fjárhagslegan stuðning og látið sig hverfa mánuðum saman. Þetta varð sérstaklega slæmt eftir að Dennis og eiginkona hans, Michelle Moyer, skildu árið 2012 en þá var Trinity aðeins tíu ára,

„Ég lít ekki á hann sem pabba. Við erum blóðskyld en ekkert annað,“ sagði hún.

Dennis hefur nú svarað dóttur sinni en það gerði hann í yfirlýsingu sem hann birti á Instagram. Bað hann hana afsökunar á því að hafa ekki verið sá faðir sem hún vildi að hann væri. Hann hafi reynt að gera betur og muni reyna það áfram þó einhverjir hafi hvatt hana til að svara ekki þegar hann hringir.

Bætti Dennis við að hann sé mjög stoltur af henni og horfi á alla leiki sem hún spilar.

Trinity spilar með Washington Spirit og á 46 landsleiki að baki fyrir Bandaríkin þrátt fyrir aðeins 22 ára. Hún var tilnefnd sem besta knattspyrnukona heims fyrr á þessu ári og vann gullverðlaunin með Bandaríkjunum á Ólympíuleikunum í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Í gær

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Í gær

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“

Íslendingar ósáttir – „Bara algjörlega ónýtt drasl og ekki sami jólasjarminn yfir því eins og áður“
Fókus
Í gær

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025

Snerting Baltasars Kormáks á stuttlista Óskarsverðlaunanna 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir tilboðsstríð í Hollywood vegna kynlífsmyndbanda Diddy

Segir tilboðsstríð í Hollywood vegna kynlífsmyndbanda Diddy