Eignin stendur við Hlíðarveg og hafa margir áhuga á henni. Yfir 30 fjölskyldur og einstaklingar hafa þegar skoðað húsið og verður sýningin í dag sú síðasta. Hún er á milli 14:00 og 15:00.
Húsið er skráð samtals 210 fermetrar, þar af er bílskúrinn 33 fermetrar. Húsið er byggt 1964 og bílskúrinn árið 1972.
Fellur húsið einstaklega vel inn í landslagið og gróðurinn þar sem það stendur langt frá götunni á mjög stórri og gróinni 1.474 fm enda hornlóð á skjólsælum og frábærum útsýnisstað í miðjum suðurhlíðum Kópavogs.
Það sem gerir húsið svona einstakt er að það hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar þar sem foreldrar núverandi eigenda og erfingja byggðu húsið af miklum myndarskap eins og það ber með sér og bjuggu þar í 60 ár alveg fram til vors 2024.
Það kemur fram að eldhúsið er í upprunalegu ástandi og eins og sjá má á myndunum hefur húsið fengið að halda sama sjarmanum í gegnum árin.
Ásett verð er 134,7 milljónir krónur.
Hægt er að skoða fleiri myndir og lesa nánar um eignina á fasteignavef Mbl.is.