fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 20. desember 2024 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjarmerandi og einstakt einbýlishús á besta stað í suðurhlíðum Kópavogs er til sölu.

Eignin stendur við Hlíðarveg og hafa margir áhuga á henni. Yfir 30 fjölskyldur og einstaklingar hafa þegar skoðað húsið og verður sýningin í dag sú síðasta. Hún er á milli 14:00 og 15:00.

Húsið er skráð samtals 210 fermetrar, þar af er bílskúrinn 33 fermetrar. Húsið er byggt 1964 og bílskúrinn árið 1972.

Fellur húsið einstaklega vel inn í landslagið og gróðurinn þar sem það stendur langt frá götunni á mjög stórri og gróinni 1.474 fm enda hornlóð á skjólsælum og frábærum útsýnisstað í miðjum suðurhlíðum Kópavogs.

Það sem gerir húsið svona einstakt er að það hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar þar sem foreldrar núverandi eigenda og erfingja byggðu húsið af miklum myndarskap eins og það ber með sér og bjuggu þar í 60 ár alveg fram til vors 2024.

Það kemur fram að eldhúsið er í upprunalegu ástandi og eins og sjá má á myndunum hefur húsið fengið að halda sama sjarmanum í gegnum árin.

Ásett verð er 134,7 milljónir krónur.

Hægt er að skoða fleiri myndir og lesa nánar um eignina á fasteignavef Mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Í gær

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst