fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. desember 2024 09:25

Ómar R. Valdimarsson leitar að leiganda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar R. Valdimarsson, lögmaður, er að leita að leigjanda yfir jólahátíðina í íbúð hans í Laufási í Garðabæ. Hann auglýsir íbúðina til leigu bæði á markaðstorgi Facebook og leigusíðunni Igloo.

Íbúðin er aðeins laus yfir jólahátíðina, frá 16. desember til 3. janúar. Leiguverð yfir þann tíma er 600 þúsund krónur. Íbúðin er leigð með öllum húsgögnum og húsbúnaði. Hún er fjögurra herbergja, þar af þrjú svefnherbergi.

Myndir af eigninni.
Myndir af eigninni.
Myndir af eigninni.

Sumum gæti þótt verðmiðinn hár en við nánari eftirgrennslan virðist Ómar vera að rukka minna en aðrar svipaðar íbúðir yfir sama tímabil.

Á AirBnB má finna fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu til leigu. Ef tveir fullorðnir með tvö börn hyggjast leigja 110 fermetra íbúð í Kópavogi þá kostar það 1,2 milljónir krónur, fyrir átján nætur.

Stærri eign í Reykjavík, með fjórum svefnherbergjum, er á 1,7 milljónir krónur fyrir átján nætur.

Það er því greinilegt að það er ekki fyrir hvern sem er að heimsækja Ísland yfir jólatímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Í gær

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum

Tinna færir kirkjuna nær fólkinu með samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu

Sjáðu fyrir og eftir myndirnar: Áhrifavaldurinn sem vildi líkjast Instagram-filter hefur látið leysa upp fylliefnin í andlitinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann

Telja þessar myndir sýna að Ben Affleck og Jennifer Garner séu að endurvekja neistann
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst

Mögnuð tónleikaupplifun í myrkri – Autechre á Íslandi 15. ágúst