fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Móðir segir Ísland ekki lengur barnvænt og kallar eftir hugarfarsbreytingu – „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Fókus
Fimmtudaginn 19. desember 2024 11:24

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir á Íslandi furðar sig á því að enginn flokkur í nýafstaðinni kosningabaráttu hafi látið málefni mæðra sig varða. Um mikilvægan hóp í samfélaginu sé um að ræða, sérstaklega þar sem frjósemi Íslendinga hefur aldrei verið minni. Foreldrar eigi undir högg að sækja í samfélagi sem sé ekki lengur barnvænt. Alina Vilhjálmsdóttir vekur athygli á stöðinni í aðsendri grein sinni hjá Vísi þar sem hún spyr: „Hvað um okkur mæðurnar: Konurnar sem búa til fólkið sem heldur landinu og öllum heiminum gangandi?“

Við þurfum hjálp

Alina segir kvíða mæðra svo mikinn að í sumum tilvikum geti þær ekki hugsað sér að ganga í gegnum þetta aftur, að minnsta kosti ekki í því ástandi sem ríkir í dag.

„Það var líka stór umræða á samfélagsmiðlum nýlega þar sem mikið af mæðrum voru að deila reynslu sinni af fæðingarorlofinu: hversu erfitt og stressandi það var vegna mikillar óvissu um leikskólapláss, pössun og efnahagsleg vandamál. Það voru margar sem duttu í mikla skuld, kvíða, þunglyndi og margt fleira. Það ER ORÐIÐ svo slæmt að margar þeirra sem urðu óléttar í annað sinn hafa farið í fóstureyðingu vegna kvíða um að eignast annað barn og þurfa að ganga í gegnum þessi sömu vandamál aftur. Hvernig er það ekki stórt vandamál sem við ættum öll að vera að tala um og reyna að laga núna, áður en það verður enn verra?“

Það sé vel þekkt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Þetta þorp sé þó ekki lengur til staðar og íslenska samfélagið virðist ekkert kippa sér upp við það. Alina upplifir afturför í málefnum fjölskyldna. Það sé börnunum fyrir bestu að vera heima með foreldri að minnsta kosti fyrsta árið, jafnvel lengur. Það er þó ekki raunhæfur möguleiki fyrir margar mæður enda fæðingaorlofsgreiðslur oft ekki upp á marga fiska þó svo að því fylgi aukin útgjöld fremur en minni að eignast barn. Fæðingarorlofsgreiðslur miða við 80 prósent af meðaltali heildarlauna á viðmiðunartímabili. Hámarksgreiðslur eru þó 700.000 kr. fyrir skatt. Lágmarksgreiðsla fyrir foreldri í 50-100% starfi er 222.494 kr. en námsmenn í fullu námi fá sömu greiðslu.

Alina biðlar til næstu ríkisstjórnar að hugsa um mæður á Íslandi. „Þetta er alvarlegt vandamál. Við þurfum hjálp!“

Ísland ekki barnvænt samfélag

Alina rekur að það megi hjálpa mæðrum með ýmsum hætti. Svo sem með því að ryðja gangstéttir á veturna svo þær komist leiða sinna með barnavögnum, hjálpa þeim að koma vagni inn í strætó og bjóða þeim sæti, brosa til þeirra og barnanna, gæta að hávaða í kringum sofandi börn, bjóða upp á barnvæna veitingastaði og kaffihús og áfram megi lengi telja. Þannig megi senda skilaboðin út í umheiminn að Ísland sé barnvænt samfélag en Alina telur það ekki vera svo í dag.

„Fólk sem hefur búið erlendis getur komið með mörg dæmi um það hvernig börn séu meira velkomin í þeirra landi en hér: eins og að hittast vikulega á bókasafninu í sögustund eins og í Bretlandi; eða opnir leikskólar á sumrin í Svíþjóð þar sem foreldrar geta komið með börnin sín en þar eru samt leikskólakennarar að leika við krakkana. Það virðist vera fækkun á svæðum fyrir foreldra eins og það sé verið að segja hið gagnstæða: Þið eruð ekki velkomin hér.“

Sjálf hefur Alina upplifað meiri stuðning frá fólki af erlendum uppruna hér á landi, svo sem frá Japan. Þau standa við bakið á fjölskyldum í sínu samfélagi og sýna hlýju – ólíkt Íslendingum sem virðast hugsa að barneignir hafi verið ákvörðun foreldris sem þurfi þá eitt að bera á því ábyrgð.

Alina segist ekki skrifa greinina til að láta vorkenna sér. Hún er að kalla eftir hugarfarsbreytingu. Hún vill fá þorpið aftur þar sem samfélagið styður við bakið á foreldrum á meðan þess er beðið að stjórnvöld láti sig málið varða. Það þurfi klárlega að gera betur í málefnum fjölskyldna, svo sem tryggja þeim möguleika á öruggu húsnæði, að þau geti keypt sér mat. Það þurfi þó líka samfélagslega breytingu.

„Hjálpumst að við að gera þetta samfélag og land barnvænt á fleiri en einn veg. Við getum öll verið þorpið sem þetta fólk þarf og á skilið að fá.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Fókus
Í gær

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Í gær

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set